Borgaðu með
Apple Pay

Með Apple Pay getur þú borgað á netinu, í öppum og verslunum á öruggan og einfaldan hátt. Þjónustan er aðgengileg með iPhone, iPad, Mac og Apple Watch.* Greiðslurnar ganga hraðar fyrir sig á netinu og í öppum því þú sleppur við að fylla út löng og gamaldags skráningarform.

Auðveld og örugg greiðsluleið

Við greiðslu notar Apple Pay númer tækisins þíns og einkvæmt númer fyrir greiðsluna sjálfa. Kortanúmerinu er aldrei deilt með seljanda og númerið ekki vistað á tækinu eða á netþjónum Apple.

Kaupin eru örugg og upplýsingar um viðskiptin er ekki hægt
að rekja til þín.

Tengdu Aur kortið við Apple Pay

Það er einfalt að bæta kortunum þínum við í Apple Pay með Aur appinu.

Fyrsta skref er að tryggja það að þú sért að notast við nýjustu útgáfu Aur appsins.

1

Opna Aur appið

2

Velja kort og ýta á „Bæta korti í Apple Wallet“

3

Fylgja skrefunum sem gefin eru upp og samþykkja skilmála

1

Opna Aur appið

Bæta kortinu við í gegnum Apple Wallet

1

Opnaðu „Wallet“ á iPhone.

2

Ýttu á plúsinn (+) og fylgdu leiðbein-ingunum á skjánum.

3

Þú getur skráð kortið handvirkt eða skannað kortið innan rammans sem birtist á skjánum þínum.

4

Staðfestu skilmála, öryggisþætti og kortið sjálft.

5

Eftir að samþykki hefur verið gefið skaltu smella á „Næsta“.

APPLE WATCH

Viltu tengja kortið við Apple Watch? Opnaðu Apple Watch appið í símanum þínum og veldu „Wallet & Apple Pay“ og svo „Add Credit or Debit Card“.

Hvernig borga ég með Apple Pay?

Lífkenni

Til að borga með andlitskanna (Face ID) tvísmellir þú á hliðarhnappinn, horfir á skjáinn og heldur símanum svo upp að posanum. Með fingrafaraskanna (Touch ID) heldur þú símanum að posanum með fingur á fingrafaraskanna.

Fingraskanni

Á Apple Watch tvísmellir þú á hliðar-hnappinn og leggur úrið að posanum.

Lífkenni

Til að borga með andlitskanna (Face ID) tvísmellir þú á hliðarhnappinn, horfir á skjáinn og heldur símanum svo upp að posanum. Með fingrafaraskanna (Touch ID) heldur þú símanum að posanum með fingur á fingrafaraskanna.

Fingraskanni

Á Apple Watch tvísmellir þú á hliðar-hnappinn og leggur úrið að posanum.

Spurt & Svarað

Aur er vörumerki Kviku banka hf.