Reikningur sem stofnast sjálfkrafa sem er með 4,0% vexti greidda mánaðarlega. Þessi reikningur verður sjálfkrafa nýi móttökureikningurinn þinn.
Þú safnar allt að 10% í Klinki þegar þú borgar með Aur kortinu hjá Vinum Aurs. Þú getur svo notað Klinkið til að kaupa tilboð í markaðstorginu okkar, sent það áfram eða breytt því í sparnað hjá Auði. Þú færð 2,6% í Klinki til baka af öllum erlendum debetfærslum.
Þegar þú skráir þig í áskriftarleið færðu debetkortareikning og kort sem virkar bæði sem debet og kredit. Þeir sem eru í Aur Plús áskrift geta óskað eftir kortaheimild og þá verður Aur kortið líka kreditkort. Aur borgar þér 0,5% til baka af innlendum debetfærslum og öllum kreditfærslum.
Þú getur greitt með Apple Pay í öllum posum sem styðja snertilausar greiðslur
innanlands sem og erlendis. Apple Pay virkar líka á vefsíðum og í forritum sem merkt eru með Apple Pay.
Leitaðu að merkinu sem táknar snertilausar greiðslur.
Þú getur bætt Aur kortinu við í Google Wallet og borgað með því í Google Pay í
öllum posum sem styðja snertilausar greiðslur innanlands sem og erlendis.
Hægt er að hafa samband við neyðarþjónustu okkar til þess að láta loka Aur kortinu þínu eftir kl 16:00 á daginn í síma 5198070
Ef þú tekur eftir óvenjulegri kortafærslu
er skynsamlegt að kanna málið
og þú gætir átt rétt á endurkröfu.
Vertu öruggari með Aur tryggingu og bættu við þeim tryggingum sem henta þér. Það er ein trygging innifalin
ef þú ert í Aur Plús áskriftarleiðinni.
Vextir & færslugjöld
Innlánsvextir á Aur reikningum - greiddir út mánaðarlega
4,0%
Færslugjöld - Aur kort
0 kr.
Dráttarvextir
Opinberar upplýsingar á síðu Seðlabanka
Hraðbankaúttektir
Debetkortaúttekt - innanlands
0 kr.
Debetkortaúttekt - erlendis
0 kr.
Kreditkortaúttekt - innanlands
2,00%
Kreditkortaúttekt - erlendis
2,00%
Kortavara
Rafrænn greiðsluseðill sendur (skuldfært af reikningi)
120 kr.
Aur Plús áskrift (Kreditkort)
1.490 kr.
Aur Núll áskrift (Debetkort)
0 kr.
Aur er vörumerki Kviku banka hf.