A.    Almennir skilmálar

 

1.          Inngangur og gildissvið samningssambands

1.1.      Skilmálar þessir gilda um viðskiptasamband á milli notanda og Aur app, kt. 510122-2750, sem hluti af Kviku banka hf., kt. 540502-2930, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík („Aur“) og þá þjónustu sem Aur veitir. Skilmálarnir mynda sex þætti: A. Almenna skilmála; B. Skilmála greiðslukorta; C. Skilmála um snertilausar greiðslur; D. Vildarkerfi Aurs; E. Vinnslu og meðferð persónuupplýsinga; og F. Önnur ákvæði („skilmálar“ eða „skilmálar Aurs“). Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi Aurs sem er hluti af viðskiptabanka skv. 4. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

1.2.      Um samningssamband notanda og Aur gilda, auk þessara skilmála, almennir skilmálar vegna viðskipta við Kviku banka hf. („almennir skilmálar Kviku“), sem aðgengilegir eru á vefsvæði Kviku banka hf. („Kvika“) , www.kvika.is. Skilmálar Aurs skulu ganga framar almennum skilmálum Kviku ef í milli ber.

1.3.      Með því að samþykkja skilmála þessa lýsir notandi því yfir að hann hafi lesið, skilið og samþykkt efni þessara skilmála og almennra skilmála Kviku.

1.4.      Skilmálar þessir gilda um þjónustu sem Aur veitir, nánar tiltekið (i) umsókn og notkun notanda á Aur appinu („Appið“) (ii) umsókn og notkun notanda á Aur greiðslukorti samkvæmt B. kafla þessara skilmála, og (iii) snertilausar greiðslur notanda skv. C. kafla þessara skilmála. Það ræðst því af notkun og veittri þjónustu hverju sinni hvaða ákvæði þessa skilmála og almennra skilmála Kviku gilda um viðskiptasamband notanda og Aur. Um vinnslu og meðferð persónuupplýsinga fer skv. E. kafla þessara skilmála.

 

2.          Umsókn og notkun appsins

2.1.      Notandi ber ábyrgð á því að gefa upp íslenskt símanúmer sem hann er sannarlega skráður fyrir, sem og réttar korta- og bankaupplýsingar á sömu kennitölu.

2.2.      Notandi ábyrgist að uppfæra þær upplýsingar sem um hann gilda þannig að þær séu á hverjum tíma réttar og fullnægjandi. Aur áskilur sér rétt til að fresta eða stöðva framkvæmd greiðslu sem og að krefjast frekari upplýsinga af notanda ef Aur telur ástæðu til að ætla að verið sé að framkvæma greiðslu í andstöðu við skilmála þessa, almenna skilmála Kviku eða landslög.

2.3.      Aur áskilur sér allan rétt til að hafna umsókn um notkun Appsins án þess að tilgreina ástæðu.

2.4.      Með því að samþykkja skilmála þessa heimilar notandi Aur að óska þeirra upplýsinga sem Aur telur nauðsynlegar til að tryggja öryggi þjónustunnar, öryggi notenda og/eða öryggi utanaðkomandi aðila. Upplýsingaöflun getur t.d. falist í fyrirspurnum til notanda eða kröfu um staðfestingar frá honum vegna þeirra upplýsinga sem hann hefur gefið eða aðgerða sem hann hefur framkvæmt.

 

3.          Varðveisla, meðferð og ábyrgð notanda Aurs appsins

3.1.      Öll notkun Appsins er á ábyrgð notanda og má hann undir engum kringumstæðum deila upplýsingum um PIN númer eða veita öðrum aðila upplýsingar um númerið. Það er á ábyrgð notanda að greiða réttum notanda og/eða krefja réttan notanda um greiðslu. Þegar notandi borgar öðrum notanda felur það í sér yfirlýsingu notanda og staðfestingu á að notandinn eigi næga heimild á greiðslukorti sínu til að geta framkvæmt greiðsluna. Aur áskilur sér rétt til að takmarka einhliða þær upphæðir sem notandi getur millifært. Ef ágreiningur eða tjón verður vegna þess að greitt er með Aur er það Aur og Kviku algerlega óviðkomandi og án ábyrgðar. Notandi getur ekki krafið Aur um skaðabætur af neinu tagi eða endurgreiðslur vegna rangra greiðslna í Appinu, þess að greiðsla berst ekki eða berst ekki fyrir tiltekinn tíma eða ef greiðsla er ógild eða véfengd.

 

4.          Glataður sími, lokun, afturköllun og uppsögn

Ef notandi Appsins  verður var við óeðlilega notkun eða greiðslur af greiðslukorti sínu sem hann telur sig ekki hafa framkvæmt, týnir símanum sínum eða grunar að óviðkomandi hafi vitneskju um PIN númer að Appinu þá er það á ábyrgð notanda að loka tafarlaust fyrir aðgang sinn að Appinu. Nálgast má nánari útskýringar á vefsíðu Aurs, www.aur.is. Aur  áskilur sér rétt til að loka fyrir aðgang notanda að Appinu ef grunur um misnotkun eða ranga notkun af einhverju tagi kemur upp, að einhliða mati Aurs. Ef engin notkun hefur átt sér stað í 12 mánuði hefur Aur rétt á að loka aðgangi notanda.

 

5.          Gjaldtaka og millifærsluheimild

5.1.      Enginn kostnaður fylgir greiðslum með debetkorti í Appinu en ef notandi skráir og millifærir af greiðslukorti fylgir þeim færslum kostnaður samkvæmt verðskrá hverju sinni, sem er aðgengileg á www.aur.is og í Appinu, undir „Um Aur“. Notandi Aurs hefur hámarksheimild á dag og innan mánaðar. Breytingar á verðskrá til hækkunar eru tilkynntar með 30 daga fyrirvara en lækkanir geta tekið gildi strax.

 

6.          Ábyrgð

6.1.      Verði Aur fyrir tjóni vegna brota notanda gegn skilmálum þessum eða hvers kyns ásetnings- eða gáleysisverka notanda í tengslum við notkun á Appinu skal notandi bæta Aur það tjón samkvæmt almennum reglum um skaðabætur innan eða utan samninga. Undir ákvæði þetta falla einnig hvers kyns kröfur þriðja manns á hendur Aur vegna notkunar eða umgengni notanda við Appið á grundvelli samnings þessa.

6.2.      Hvorki Aur né notandi skulu teljast brotlegir gegn skilmálum þessum eða ábyrgir gagnvart hinum ef orsök er að rekja til atvika sem viðkomandi aðili hefur ekki á valdi sínu (óviðráðanleg atvik). Óviðráðanleg atvik í þessum skilningi eru m.a. en ekki einskorðuð við náttúruhamfarir, styrjaldir eða almennar óeirðir, aðgerðir opinberra aðila sem gera efndir ómögulegar, vinnudeilur o.þ.h. Hafi efndir verið útilokaðar af framangreindum sökum í 6 vikur eða lengur er hvorum aðila um sig heimilt að slíta samningi þessum með tilkynningu til gagnaðila sem gefin skal með 7 daga fyrirvara.

 

 

B.    Skilmálar Aur greiðslukorta

7.          Aðilar skilmála

7.1.      Aðilar að skilmálum Aur kreditkorta eru handhafar VISA kreditkorts sem gefin er út af Aur („korthafi“) og Aur (einnig vísað til sem „útgefandi“), sem gefur út VISA greiðslukort („kort“) til korthafa.

       

8.          Umsókn og útgáfa korts

8.1.      Umsækjandi korts skal fylla út umsókn í Appinu eða senda hana til útgefanda.

8.2.      Útgefandi áskilur sér rétt til að leita allra upplýsinga sem nauðsynlegar eru að mati hans til að afgreiða umsókn, þar á meðal yfirlit um fjárhagsstöðu korthafa í bönkum og sparisjóðum og upplýsingar frá Creditinfo Lánstrausti hf., þ.m.t. upplýsingar um fjárhagsmálefni umsækjanda, og er útgefanda heimilt að hafna umsókn án þess að tilgreina ástæðu. Áskilinn er réttur til þess að kanna sömu upplýsingar á atviksbundnum grundvelli, t.d. ef korthafi óskar eftir hækkun heimildar, greiðslufall verður hjá korthafa eða önnur þau atvik eru fyrir hendi sem gefa tilefni til slíkrar könnunar.

8.3.      Áður en kort er gefið út, eða hvenær sem útgefandi fer fram á slíkt, skal umsækjandi eða korthafi leggja fram fullnægjandi tryggingu, að mati útgefanda, fyrir skilvísum greiðslum úttekta með korti.

8.4.      Kortið er gefið út til ákveðins tíma í senn og stofnast þá kortareikningur. Standi korthafi við skuldbindingar sínar er kort hans endurnýjað, án umsóknar, en gegn mánaðargjaldi. Mánaðargjald er fært fyrirfram á kortareikning, samkvæmt gjaldskrá, fyrir 1 mánuð í senn.

8.5.      Korthafa er óheimilt að nota kortið eftir að gildistími þess rennur út. Misnotkun korts getur varðað við lög, sbr. m.a. 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

8.6.      Vilji korthafi afturkalla umsókn sína skal hann tilkynna það til útgefanda með símtali eða tölvupósti.

 

9.          Afhending korts og samþykki skilmála

9.1.      Með fyrstu notkun kortsins samþykkir korthafi að hlíta gildandi viðskiptaskilmálum, eins og þeir eru á hverjum tíma. Gildandi viðskiptaskilmálar útgefanda eru aðgengilegir á vefsíðu Kviku banka, www.kvika.is. Almennir skilmálar vegna viðskipta við Kviku banka hf. gilda þannig að breyttu breytanda um viðskipti korthafa við útgefanda. Þar að auki gilda almennir skilmálar Aurs, sem birtir eru á www.aur.is, um viðskiptasamband korthafa og Aurs. Umsækjanda ber í hvívetna að fylgja skilmálum útgefanda. Áður en umsækjandi notar kortið ber honum að kynna sér skilmálana vandlega.

9.2.      Með notkun endurnýjaðs korts samþykkir korthafi þá kortaskilmála sem þá eru í gildi. Ber honum að kynna sér skilmálana vandlega.

9.3.      Hvenær sem er, meðan á samningssambandi stendur, getur korthafi óskað eftir að fá afhenta þessa skilmála á pappír eða öðrum varanlegum miðli endurgjaldslaust.

 

10.       Varðveisla og notkun korts

10.1.   Korthafi hefur einn heimild til að nota kort sitt.

10.2.   Kortið veitir rétt til úttektar á vöru og þjónustu hjá þeim sölu- og þjónustuaðilum sem taka við kortum. Við úttekt á vöru og þjónustu skal korthafi skrá sjálfur sérstakt leynilegt og persónulegt innsláttarnúmer sitt, PIN-númer, fari sölu- eða þjónustuaðili fram á slíkt eða rita nafn sitt með eigin hendi á sölunótu/samning. Með áritun á sölunótu, innslætti á PIN-númeri eða annarri gildri sannvottun/auðkenningu á hverju tíma samþykkir korthafi þau viðskipti sem tilgreind eru á sölunótunni. Í netviðskiptum og við símgreiðslu skal korthafi gefa upp nafn, kortnúmer, gildistíma og öryggisnúmer og jafngildir slík upplýsingagjöf samþykki korthafa fyrir viðskiptunum. Korthafi getur tekið út reiðufé með kortinu í þeim bönkum, sparisjóðum og hraðbönkum sem bjóða korthöfum VISA slíka þjónustu.

10.3.   Sé kortið notað í hraðbönkum eða öðrum sjálfsafgreiðslutækjum kemur PIN-númer eða önnur gild sannvottun/auðkenning á hverjum tíma í stað undirskriftar korthafa á sölunótu.

10.4.   Kort Aurs tengjast við rafrænt veski (e. Wallet) og fer greiðsla fram á snertilausan hátt með farsíma eða öðru snjalltæki. Korthafi getur jafnframt óskað eftir að fá afhent kort.

10.5.   Greiðsla með korti í Appinu eða rafrænu veski jafngildir áritun á sölunótu.

10.6.   Korthafi er ábyrgur fyrir varðveislu kortsins og kortaupplýsinga þannig að óviðkomandi aðili geti ekki komist yfir það, enda ber honum að gæta þess á sama örugga hátt og peninga, tékka og annarra verðmæta. Kort og PIN-númer má ekki geyma saman.

10.7.   Korthafa er hvorki heimilt að láta PIN-númer sitt öðrum í té né geyma það með kortinu. Korthafi skal ekki geyma PIN-númer í veski sínu eða farsíma eða öðrum rafrænum búnaði eða hverjum öðrum þeim hætti sem er aðgengilegt öðrum. Hið sama á við um hverskonar aðra öryggisþætti eða auðkenningarleiðir. Varðveiti korthafi PIN-númer eða aðra sannvottun/auðkenningu (öryggisþættir) ekki í samræmi við þennan máta telst það stórfellt gáleysi. Korthafa ber ávallt að ganga úr skugga um að enginn sjái þegar hann slær inn PIN-númer sitt.

10.8.   Hvert kort hefur hámarksúttektarheimild óháða úttektartímabili. Heimildin er ákveðin af útgefanda og skuldbindur korthafi sig til að nota kortið ekki umfram tilgreinda hámarksheimild.

10.9.   Viðskiptareikningur korthafa skal almennt skuldfærður fyrst, sé þar innstæða fyrir úttektarbeiðni, reynist ekki næg innstæða á viðskiptareikningi reiknast færslan af gildandi heimild. Korthafar geta sjálfir breytt þessum stillingum í appi þannig að færslur falli strax undir heimild viðkomandi korts en kortareikningur skuldfærist ekki jafn óðum.

10.10.Korthafi getur stofnað til greiðsluþjónustusamninga með korti sínu um sjálfvirkar greiðslur, s.s. boð-, rað- og léttgreiðslur og afborgunarlán, skv. þeim reglum sem útgefandi setur. Útgefanda er heimilt að synja korthafa um lán.

10.11.Úttektir korthafa í erlendri mynt eru umreiknaðar í íslenskar krónur á því kortagengi sem í gildi er í greiðsluskiptum milli landa þegar færslan kemur sem úttekt inn í kortakerfi útgefanda. VISA gengi er birt á heimasíðu útgefanda. Viðmiðunargengi er gengi VISA EUROPE sem nálgast má á slóðinni http://www.visaeurope.com/en/cardholders/exchange_rates.aspx.

10.12.Gengi til útreiknings á erlendum færslum greiðslukorta og færslum í annarri mynt en grunnmynt greiðslukorts tekur breytingum sem byggjast á breytingum á gengisskráningu hjá viðkomandi kortafyrirtæki auk álags eða eftir atvikum affalla. Breytingar á gengi sem byggjast á breytingum á viðmiðunargengi samkvæmt skilmálum þessum taka gildi þegar í stað og án viðvörunar. Viðskiptavinur nýtur gengishagnaðar eða tekur á sig gengistap vegna þróunar gengis viðkomandi gjaldmiðla. Um reikninga og greiðslur í erlendum gjaldmiðli gilda lög um gjaldeyrismál og reglur settar samkvæmt þeim lögum. Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að öll gögn og allar upplýsingar, á hvaða formi sem er, sem hann veitir bankanum í tengslum við gjaldeyrisviðskipti eða fjármagnshreyfingar á milli landa séu rétt og ófölsuð og ber hann ábyrgð á áreiðanleika þeirra.

10.13.Skiladagur erlendrar færslu frá söluaðila til færsluhirðis ákvarðar á hvaða kortatímabil úttekt færist. Hins vegar miðast innlendar færslur við færsludag.

 

11.       Hámarksúttekt og kortatímabil

11.1.   Viðskipti með korti eru bundin við ákveðnar hámarks fjárhæðir mismunandi eftir sölu- og þjónustuaðilum. Þeim aðilum er heimilt að sækja um hækkun heimildar vegna tiltekinna viðskipta. Innstæða á viðskiptareikningi, auk gildandi heimildar korts er hámarksúttektarheimild á hverjum tíma.

11.2.   Útgefanda er heimilt að synja um heimild fyrir úttekt á korti og er honum aldrei skylt að verða við beiðni um hækkun úttektarheimildar. Algengustu ástæður þess að útgefandi synjar úttektarbeiðni eru eftirfarandi: Kort hefur verið tilkynnt glatað eða stolið, korthafi fer yfir hámarksúttektarheimild kortsins, skuld korthafa við útgefanda er gjaldfallin, rangt PIN- númer hefur verið slegið inn eða gildistími kortsins er útrunninn. Sé fyrir hendi rökstuddur grunur um óheimila eða sviksamlega notkun kortsins er heimilt að synja um úttektarheimild. Í því tilviki er korthafa gert viðvart án tafar. Reynist sá grunur ekki á rökum reistur er opnað fyrir heimildagjöf þegar í stað.

11.3.   Korthafi ábyrgist að ekki verði tekið út á einstök kort útgefnum af Aur umfram útgefnar heimildir og að heildarúttektir á kortareikningi hans verði ekki umfram það sem samið hefur verið um. Hámarksfjárhæð heimilar peningaúttektar ákvarðast m.a. af tegund korts og úttektarheimildum korthafa.

11.4.   Almennt kortatímabil, sem reikningsyfirlit korthafa miðast við, er mánuður og er frá 27. hvers mánaðar til 26. hvers mánaðar.

 

12.       Hlunnindi og þjónusta  

12.1.   Korti geta fylgt ýmis hlunnindi, svo sem tryggingar sem korthafi getur valið á milli, viðlagaþjónusta, heimild til afborgunarlána auk margvíslegra sértengdra fríðinda samkvæmt auglýstum skilmálum þar um á hverjum tíma.

12.2.   Útgefandi hefur heimild til að breyta, auka eða fella niður hlunnindi og/eða fríðindi samkvæmt þessari grein, enda verði korthöfum kynntar slíkar breytingar á sama hátt og breytingar á skilmálum þessum, sbr. 30. gr.

12.3.   Upplýsingar um þau hlunnindi er tengjast mismunandi tegundum korta má finna í Appinu og á heimasíðu útgefanda, www.aur.is.

12.4.   Útgefandi gefur út kort sem tengjast vildarkerfi Aurs sem nánar er lýst í D-lið skilmála þessara.

 

13.       Greiðsluskil

13.1.   Útgefandi færir á kortareikning korthafa allar úttektir sem berast á kort hans og er korthafi ábyrgur fyrir greiðslu á þeim úttektum.

13.2.   Útgefandi sendir korthafa mánaðarlega reikningsyfirlit yfir úttektir tímabils, sem gjaldfalla á næsta eindaga. Korthafi fær rafrænt reikningsyfirlit í netbanka auk þess sem yfirlitið birtist í Appinu. Korthafa ber að greiða viðkomandi útgefanda úttektir tímabils, sem gjaldfalla á næsta eindaga að fullu í síðasta lagi 2. dag hvers mánaðar en sé sá dagur almennur lokunardagur banka og sparisjóða færist eindaginn til næsta afgreiðsludags. Hafi greiðsla ekki borist innan þess tíma skulu greiðast dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags, eins og þeir eru auglýstir af Seðlabanka Íslands á hverjum tíma.

13.3.   Hafi korthafi veitt útgefanda heimild til skuldfærslu kortreiknings af viðskiptareikningi sínum verður hún gerð á eindaga.

13.4.   Verði um ítrekuð vanskil að ræða hjá korthafa áskilur útgefandi sér fullan rétt til að loka kortinu og hefja innheimtu skuldarinnar á kostnað korthafa samkvæmt verðskrá útgefanda

 

14.       Villur og ábyrgð

14.1.   Hafi korthafi athugasemdir við reikningsyfirlit sitt ber honum að gera skriflega og undirritaða athugasemd hjá útgefanda innan 10 daga frá eindaga greiðslu. Eftir 30 daga frá skiladegi færslu samkvæmt greiðsluyfirliti er útgefanda ekki skylt að taka athugasemd til meðferðar.

14.2.   Telji korthafi að kort hans hafi verið notað með sviksamlegum hætti ber honum að tilkynna það án tafar til útgefanda. Í öllum tilvikum þegar grunur um sviksamlega kortanotkun er fyrir hendi ber útgefanda að loka korti og korthafa að afhenda kortið til útgefanda. Korthafi ber ekki tjón vegna úttekta sem hann á ekki sannarlega aðild að. Korthafa ber skylda til að aðstoða útgefanda við vinnslu málsins og lágmarka tjónið eins og kostur er.

14.3.   Þrátt fyrir greinar 14.1 og 14.2 hefur korthafi að hámarki 13 mánuði til að gera athugasemdir við reikningsyfirlit. Hinn lengdi tímafrestur gildir þó aðeins ef korthafi getur sannað að útgefandi hafi ekki uppfyllt skilyrði skilmála þessara um birtingu reikningsyfirlits eða að ómögulegt hafi verið að hafa uppi athugasemdir innan áðurnefndra tímamarka.

14.4.   Ef söluaðili er ófús eða ófær um að inna af hendi þá þjónustu sem korthafi hefur greitt fyrir, atburði aflýst eða söluaðili hættur rekstri, getur korthafi sent skriflega kvörtun til útgefanda. Korthafi getur sent skriflega athugasemd til útgefanda í allt að 30 daga frá þeirri dagsetningu sem þjónustuna átti að inna af hendi, sé hún sannanleg. Kvörtuninni skulu fylgja fullnægjandi gögn til staðfestingar kaupum. Hafi þjónustan sannanlega ekki verið innt af hendi vegna framangreindra ástæðna, endurgreiðir útgefandi fjárhæð sem svarar vanefndunum. Komi óviðráðanlegar ytri aðstæður upp (force majeure), sem varða ekki viðkomandi söluaðila eingöngu, svo sem náttúruhamfarir, sprengjuárás/sprengjuhótun, stríð, verkföll, faraldur, viðskiptabann, sjótjón og óeirðir, í veg fyrir að söluaðili geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart korthafa, veitir slíkur ómöguleiki korthafa ekki rétt til endurgreiðslu samkvæmt framangreindu.

14.5.   Sérhver ágreiningur út af gæðum vöru eða þjónustu skal leystur beint á milli korthafa og seljanda og ber útgefandi enga ábyrgð á gæðum keyptrar vöru eða þjónustu.

14.6.   Útgefandi ber ekki ábyrgð á tjóni korthafa og ábyrgist ekki skaðleysi hans geti hann ekki notað kort vegna galla í kortinu, þ.m.t. en ekki takmarkað við galla í örgjörva kortsins. Telji korthafi kort gallað skal hann skila kortinu til útgefanda. Reynist kortið gallað á korthafi rétt á nýju korti sér að kostnaðarlausu.

14.7.   Útgefandi ber ekki ábyrgð á tjóni korthafa vegna tæknilegrar bilunar í hraðbanka eða öðrum sjálfsafgreiðslutækjum, né heldur á tjóni korthafa sem hlýst af því að sjálfsafgreiðslutæki hefur ekki samband við heimildarkerfi útgefanda. Telji korthafi að hann hafi orðið fyrir slíku tjóni skal hann senda útgefanda skriflega kvörtun. Útgefandi framsendir kvörtun korthafa til þess færsluhirðis sem ber, fyrir hönd viðkomandi sölu- eða þjónustuaðila, að færa fram fullgild rök fyrir því að búnaðurinn hafi starfað rétt þá er umrædd viðskipti fóru fram, en er ella ábyrgt fyrir tjóninu. Ábyrgð færsluhirðis takmarkast við beint fjárhagslegt tjón korthafa. Færsluhirðir ábyrgist ekki tjón þegar tæknibilun á að vera korthafa ljós, svo sem þegar skilaboð þess efnis koma fram á tölvuskjá.

14.8.   Útgefandi bera ekki ábyrgð á því ef móttöku korts er hafnað sem greiðslu hjá söluaðila eða í sjálfsafgreiðslutæki, né því tjóni sem leitt getur þar af. Með sama hætti ber útgefandi ekki ábyrgð á því ef reiðufé fæst ekki tekið út á kortið hvort sem er í hraðbönkum eða annars staðar.

14.9.   Í samræmi við reglur VISA EUROPE fær korthafi endurgreiðslu eftir að ljóst er að hann á rétt á endurgreiðslu. Endurgreiðslan er greidd inn á það kort sem viðkomandi úttekt var færð á. Útgefandi ber ekki ábyrgð á tjóni eða kostnaði korthafa vegna færslna sem framkvæmdar eru með sannvottun (e. verified by VISA) eða staðfestar með PIN númeri korthafa.

14.10.Í þeim tilvikum að fyrir hendi er greiðsluþjónustusamningur milli korthafa og söluaðila um sjálfvirkar greiðslur, eða úttekt hefur verið gerð á kort korthafa eftir að þjónusta var afhent í tilviki bílaleiga, hótela og skemmtiferðaskipa, hefur korthafi 8 vikur frá færsludegi til að gera skriflega og undirritaða athugasemd með ósk um endurgreiðslu. Hafi korthafi lagt fram athugasemd innan tímafrests og framvísað viðeigandi gögnum máli sínu til stuðnings, fær hann innan 10 daga rökstudda synjun eða endurgreiðslu og þá með fyrirvara um að reglur VISA EUROPE leiði til þess að hann eigi réttmætt tilkall til endurgreiðslu. Leiði reglur VISA EUROPE til þess að korthafi á ekki réttmætt tilkall til endurgreiðslu verður hún innheimt af kortreikningi korthafa. Vilji korthafi ekki una niðurstöðunni getur hann kært hana til úrskurðanefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

14.11.Endurgreiðsla skal framkvæmd eins fljótt og við verður komið eftir að ljóst er að korthafi á rétt á endurgreiðslu og færð inn á þann kortareikning sem út af var tekið.

 

15.       Vanefndir, lækkun heimildar og lokun korta

15.1.   Kort er eign útgefanda og er honum heimilt að loka og afturkalla öll kort korthafa án þess að tilgreina ástæðu.

15.2.   Útgefanda er heimilt að lækka heimild korthafa eða loka fyrirvaralaust og án tilkynningar öllum kortum korthafa í eftirfarandi tilvikum:

i. Ef korthafi eða handhafi korts vanefnir skyldur sínar samkvæmt skilmálum þessum.

ii. Ef fjárnám er gert hjá korthafa eða ábyrgðarmanni, fram komi ósk um gjaldþrotaskipti á búi þeirra, leiti þeir nauðasamninga.

iii. Ef vanskil verða af hálfu korthafa á greiðslum gjaldfallinna krafna vegna notkunar korts eða útgefandi þarf að afskrifa ógreiddar kröfur á korthafa vegna kortanotkunar.

15.3.   Sé korti lokað er kortanúmer skráð í lokanaskrá. Vegna áhættustýringar í kortaviðskiptum er heimilt að dreifa skrá um afturkölluð kortanúmer til sölu- og þjónustuaðila.

15.4.   Korthafa ber að afhenda söluaðila kortið sitt ef fram koma slík skilaboð í sjálfsafgreiðslutækjum söluaðila.

15.5.   Korthafa er óheimilt að nota kort eftir að því hefur verið lokað. Misnotkun korts getur varðað við lög, sbr. m.a. 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

15.6.   Vanefnd korthafa eða handhafa korts á skyldum sínum samkvæmt skilmálum þessum, þ.m.t. á greiðslu gjaldfallinna krafna vegna notkunar korts, geta leitt til þess að korthafi og handhafi korts fái ekki nýtt kort útgefið síðar.

15.7.   Vilji korthafi loka korti með uppsögn á samningi sínum við útgefanda skal hann tilkynna útgefanda það skriflega og tekur uppsögn gildi frá næstum mánaðamótum eftir uppsögn. Afborganir af afborgunarláni verða áfram skuldfærðar á kortreikning korthafa fram að næstu endurnýjun. Eftir þann tíma mun innheimta kröfunnar verða með öðrum hætti, s.s. með greiðsluseðli. Korthafi ber ábyrgð á úttektum, noti hann kort sjálfur eftir að óskað var eftir lokun.

15.8.   Fái korthafi nýtt kort í stað korts sem hefur glatast, því verið sagt upp eða lokað, er útgefanda heimilt að færa á hið nýja kort, eða annað kort í eigu korthafa, það sem eftir stendur af sjálfvirkum greiðslum, s.s. boð-, rað- og léttgreiðslum, og afborgunarlánum sem korthafi hefur samþykkt að færa megi á kortið sitt.

 

16.       Glötuð kort

16.1.   Glatist kort eða korthafi verður var við óheimilaðar úttektir ber korthafa að tilkynna það tafarlaust til útgefanda, eða næsta umboðsaðila VISA hvar sem er í heiminum. Sé tilkynningin gefin símleiðis skal staðfesta hana skriflega innan 3ja daga. Strax eftir að tilkynning hefur verið móttekin ber þeim sem móttók tilkynninguna að loka kortinu og koma í veg fyrir frekari notkun þess eða misnotkun. Þeim sem móttekur tilkynningu korthafa ber að geyma slíka tilkynningu í 18 mánuði.

16.2.   Óski korthafi eftir nýju korti í stað glataðs ber honum að tilkynna útgefanda það með símtali eða tölvupósti.

16.3.   Hafi glatað kort verið notað af óviðkomandi aðila áður en hvarf þess er tilkynnt ber korthafi sjálfsábyrgð. Fjárhæð sjálfsábyrgðar er að lágmarki að jafnvirði 150 evra (EUR) í íslenskum krónum miðað við opinbert viðmiðunargengi (kaupgengi) eins og það er skráð hverju sinni. Við ákvörðun fjárhæðar sjálfsábyrgðar er horft til þess hvernig korthafi varðveitti kortið og PIN-númer og málsatvik þegar kortið týndist, glataðist eða var nýtt með óréttmætum hætti. Korthafi er ábyrgur fyrir öllum úttektum sem staðfestar eru með PIN-númeri, hafi hann ekki varðveitt PIN númer eða aðra öryggisþætti í samræmi við grein 10.7, enda telst varðveisla með öðrum hætti stórfellt gáleysi. Korthafi er jafnframt ábyrgur fyrir allri notkun korts sem er sannvottuð (e. verified) með öðrum viðurkenndum hætti og fyrir allri notkun korts og greiðslu úttekta ef um er að ræða stórfellt gáleysi eða svik af hans hálfu í sambandi við kort sem tilkynnt eru glötuð. Þetta á jafnframt við um snertilaus kort.

16.4.   Korthafi ber ekki ábyrgð á notkun korts eftir að hann hefur tilkynnt það glatað, nema hann hafi sýnt af sér sviksamlega háttsemi. Auk þess ber korthafi ekki ábyrgð á notkun korts eftir að hann hefur tilkynnt það glatað ef móttakandi tilkynningar hefur ekki lokað kortinu strax í kjölfar tilkynningar, sbr. grein 14.1, nema korthafi hafi sýnt af sér sviksamlega háttsemi.

16.5.   Finni korthafi kort, sem hefur verið tilkynnt glatað, er honum óheimilt að nota það. Tilkynna ber útgefanda fund kortsins og skal skila því til hans.

16.6.   Óski korthafi eftir enduropnun korts, sem tilkynnt hefur verið glatað en korthafi hefur fundið aftur, ber hann ábyrgð á allri notkun kortsins meðan það var glatað. Beiðni um enduropnun korts skal berast útgefanda og vera skrifleg

 

 

17.       Gjaldtaka

17.1.   Við útgáfu korts greiðir korthafi sérstakt mánaðargjald samkvæmt gildandi gjaldskrá útgefanda. Korthafi heimilar útgefanda að skuldfæra kortareikning sinn fyrir mánaðargjaldi eins og það er ákveðið hverju sinni, mánaðarlega eftir að kort er gefið út í fyrsta sinn. Fyrir aðra þjónustu greiðir reikningshafi og/eða korthafi eftir notkun samkvæmt gjaldskrá Aurs.

17.2.   Fyrir útgáfu nýs korts í stað glataðs greiðist endurútgáfugjald.

17.3.   Af peningaúttektum reiknast úttektargjald og þóknun.

17.4.   Útgefanda er heimilt að færa korthafa til gjalda mánaðarlegt útskriftargjald og færslugjöld vegna notkunar kortsins.

17.5.   Komi til vanskila skv. 13. kafla í skilmálum þessum eða vegna eftirstöðva sjálfvirkra greiðslna eða afborgunarlána, greiðir korthafi innheimtukostnað samkvæmt verðskrá útgefanda.

17.6.   Öll gjöld vegna korta reiknast samkvæmt auglýstri verðskrá útgefanda sem nálgast má í á heimasíðu hans; www.aur.is eða í höfuðstöðvum Kviku að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík. Korthafi samþykkir að honum verði tilkynnt um breytingar á verðskrám í Appinu eða á heimasíðu útgefanda. Telst sú birting fullnægja kröfum 8. gr. laga nr. 33/2013, um neytendalán.

 

C.    Skilmálar Aurs um snertilausar greiðslur

 

18.       Inngangur

18.1.   Þessir þáttur skilmálanna varðar sérstaklega þjónustu fyrir snertilausar greiðslur („þjónustan“). Þjónustan er aðgengileg í gegnum smáforritin Google Wallet eða Apple Wallet („Wallet“).

18.2.   Með því að virkja snertilausu þjónustuna í snjalltæki sínu telst korthafi hafa kynnt sér allar þær reglur og/eða skilmála sem gilda um þjónustuna og er hann frá og með þeim tíma skuldbundinn til að fylgja þeim í hvívetna.

 

19.       Þjónustan

19.1.   Þjónustan felur í sér að korthafi getur með snjalltæki sínu tengt kort sem gefin eru út af útgefanda við Google Pay eða Apple Pay og getur korthafi þá framkvæmt snertilausar greiðslur í gegnum snjalltækið á þeim stöðum sem bjóða upp á og samþykkja snertilausar greiðslur.

19.2.   Til þess að virkja þjónustuna skráir korthafi kort sitt í þjónustuna í gegnum Wallet.

19.3.   Við framkvæmd snertilausrar greiðslu leggur korthafi snjalltækið upp að posa sem samþykkir snertilausar greiðslur. Jafnframt er unnt að framkvæma greiðslu með þjónustunni á netinu og í smáforritum þar sem greiðsla er staðfest í viðeigandi snjalltæki/tölvu með persónubundnum öryggisþáttum.

19.4.   Færslur í erlendri mynt birtast í Wallet á viðmiðunargengi þar til færsla hefur borist útgefanda. Fjárhæð slíkrar færslu kann því að taka breytingum til hækkunar eða lækkunar þegar hún hefur verið bókuð af útgefanda.

 

20.       Virkjun og notkun þjónustunnar

20.1.   Almennt

20.1.1.  Notkun þjónustunnar er háð því að korthafi sé með kort útgefið af útgefanda sem fellur jafnframt undir þjónustuna, snjalltæki með stýrikerfi sem styður við smáforrit viðkomandi greiðslulausnar, og að öryggiskröfum útgefanda hafi verið fylgt til hins ýtrasta.

20.1.2.  Upplýsingar um hvaða snertilausu greiðslulausnir boðið er upp á tengingar við hjá útgefanda má finna á vefsvæði útgefanda, www.aur.is

20.1.3.  Útgefandi ákvarðar einhliða hvaða tegundir greiðslukorta sem útgefandi gefur út, er hægt að tengja við og nota í þjónustunni.

20.1.4.  Útgefandi áskilur sér allan rétt til að ákvarða einhliða þá þjónustu sem veitt er á hverjum tíma, auka hana eða skerða, og breyta eða rjúfa aðgang korthafa að þjónustunni fyrirvaralaust.

 

20.2.   Öryggi snjalltækja

20.2.1.  Áður en þjónustan er virkjuð, oftast í gegnum smáforrit þjónustuaðila, skuldbindur korthafi sig til að tryggja öryggi snjalltækis síns og þjónustunnar í samræmi við öryggiskröfur Aur á hverjum tíma. Þar með talið að:

a)     virkja persónubundna öryggisþætti við auðkenningu í snjalltækið áður en þjónustan er sótt af stýrikerfi þjónustuaðila. Persónubundnir öryggisþættir geta til dæmis falið í sér auðkenningu korthafa með fingrafari, andlitsmynd og/eða PIN númeri sem korthafi ákveður og skal breyta reglulega,

b)     grípa til viðeigandi öryggisráðstafana ef persónubundnum öryggisþáttum er ógnað eða grunur leikur á því að óviðkomandi hafi haft aðgang til dæmis að PIN númeri korthafa,

c)     nota þjónustuna aðeins á snjalltæki sem er í eigu og undir umráðum korthafa og eyða tengdum greiðslukortum út af greiðslulausn/smáforriti þjónustuaðila, ef snjalltæki er lánað, selt eða ef korthafi hættir að nota það,

d)     sækja smáforrit viðkomandi greiðslulausnar aðeins af viðurkenndu stýrikerfi þjónustuaðila og að setja smáforritið ekki upp á snjalltæki þar sem átt hefur verið við stýrikerfið, og

e)     hætta notkun þjónustunnar og eyða upplýsingum (þ.á.m. greiðslukortum) tengdum henni út af snjalltæki hafi öryggi þess verið ógnað með einhverjum hætti, svo sem með uppsetningu óöruggra smáforrita eða gruns um óviðkomandi aðgang að snjalltækinu með einverju móti.

20.2.1.2.  Séu framangreindar öryggiskröfur í grein 20.2.1.1 ekki virtar eða korthafi hefur ástæðu til að ætla að öryggi snjalltækisins sé ógnað með einhverjum hætti er notkun þjónustunnar á snjalltækinu ekki örugg og því með öllu óheimil.

 

20.3.    Virkjun og notkun þjónustunnar

20.3.1.  Áður en þjónustan er virkjuð þarf korthafi að auðkenna sig í gegnum persónubundna öryggisþætti snjalltækis síns, í samræmi við öryggiskröfur útgefanda.

20.3.2.  Korthafi sækir smáforrit þess þjónustuaðila sem um ræðir í gegnum viðurkennt stýrikerfi þjónustuaðilans og virkjar þjónustuna samkvæmt þeim leiðbeiningum sem gefnar eru upp í smáforritinu. Í því ferli samþykkir korthafi jafnframt skilmála þessa um snertilausar greiðslur í snjalltæki.

20.3.3.  Þegar þjónustan hefur verið virkjuð og kort korthafa hefur verið tengt við þjónustuna getur korthafi greitt fyrir vörur og þjónustu með snjalltæki sínu á greiðslutækjum (svo sem posum) sem taka við og samþykkja snertilausar greiðslur með snjalltæki.

20.3.4.  Sem hluti af þjónustunni sendir þjónustuaðili og/eða útgefandi korthafa tilkynningar sem varða þjónustuna með rafrænum hætti. Útgefandi ber ekki ábyrgð á því ef tilkynningar berast ekki til korthafa eða ef þær berast of seint af einhverjum ástæðum.

 

21.       Nánar um öryggi snertilausra greiðslna

21.1.   Þegar korthafi tengir kort sitt við snertilausa greiðslulausn þjónustuaðila verður til handahófskennd talnaruna („sýndarnúmer”). Sýndarnúmer kemur í stað raunverulegs kortnúmers korthafa þegar greitt er með snertilausum greiðslum.

21.2.   Sýndarnúmer byggja á öryggiskerfi sem hefur þann megin tilgang að vernda greiðslukortaupplýsingar korthafa. Kortnúmer sem tengt er við þjónustuna er skipt út fyrir sýndarnúmer.

21.3.   Sýndarnúmerið er svo notað við framkvæmd snertilausra greiðslna og verndar það undirliggjandi kortnúmer korthafa.

21.4.   Um greiðslufyrirmæli með sýndarnúmeri greiðslukorts gilda sömu reglur og skilmálar og um kortafærslur útgefanda.

21.5.   Sýndarnúmer hefur ekkert gildi eitt og sér fyrir aðila sem kunna að komast yfir það með ólögmætum hætti og tryggir það öryggi snertilausra greiðslna.

 

 

22.       Vernd hugverka

22.1.   Öll réttindi og hagsmunir sem tengjast þjónustunni og þeim hugbúnaði sem hún byggir á, hverju nafni sem þau nefnast, þar á meðal en ekki takmarkað við, höfundarétt, einkaleyfarétt, vörumerkjarétt, atvinnuleyndarmál og viðskiptaþekkingu (e. know how) eru eign útgefanda og/eða þess þjónustuaðila sem útgefandi er í samstarfi við um þjónustuna.

22.2.   Korthafi öðlast engin réttindi eða hagsmuni yfir þjónustunni og/eða þeim hugbúnaði sem þjónustan byggir á með því að virkja hana og nota.

22.3.   Notkun korthafa á þjónustunni skal vera eðlileg og lögmæt, í samhengi við þjónustuna, skilmálana, reglur og upplýsingar, sem um ræðir á hverjum tíma. Korthafa er óheimilt að aðhafast nokkuð það sem getur farið gegn eða haft neikvæð áhrif á réttindi útgefanda og/eða þjónustuaðilans yfir þjónustunni.

 

23.       Ábyrgð og skyldur

23.1.   Snertilausar greiðslur með snjalltæki jafngilda greiðslum og/eða færslum með greiðslukorti og gilda skilmálar þessir jafnframt um þær.

23.2.   Korthafi ber fulla og ótakmarkaða ábyrgð á og er bundinn af öllum greiðslum og/eða færslum sem eru framkvæmdar snertilaust.

23.3.   Notkun þjónustunnar er með öllu óheimil á snjalltæki sem grunur leikur á um að öryggi hafi verið ógnað með einhverjum hætti. Útgefandi áskilur sér allan rétt til að uppfæra og/eða breyta öryggiskröfum sínum fyrir þjónustuna án fyrirvara.

23.4.   Korthafa er óheimilt að deila eða veita öðrum upplýsingar um persónubundna öryggisþætti sína. Útgefanda ber að grípa til allra nauðsynlegra varúðar- og öryggisráðstafana til að tryggja persónubundna öryggisþætti sína þannig að óviðkomandi aðili fái ekki aðgang að eða vitneskju um leyninúmer eða aðrar aðgangsupplýsingar, hvort sem þær varða t.d. varðveislu snjalltækis, aðgang inn í snjalltæki eða Wallet. Ef korthafi lánar, selur, skiptir um eða heimilar öðrum umráð yfir snjalltæki sem hefur verið tengt við þjónustuna eða ákveður af einhverjum öðrum ástæðum að hætta notkun þess, ber honum áður en það er gert að eyða öllum persónulegum og fjárhagslegum upplýsingum úr snjalltækinu, þar á meðal fjarlægja öll kort úr Wallet. Sinni korthafi ekki framangreindu hvað varðar persónubundna öryggisþætti telst það stórfellt gáleysi af hans hálfu.

23.5.   Útgefandi ber enga ábyrgð á tjóni, hvorki beinu né óbeinu, sem kann að leiða af notkun þjónustunnar og/eða aðgerðum, aðgerðarleysi eða göllum á þjónustunni sem rekja má til greiðslulausna þeirra þjónustuaðila sem útgefandi er í samstarfi við.

23.6.   Útgefandi ber enn fremur enga ábyrgð á tjóni korthafa, hvorki beinu né óbeinu, sem kann að orsakast af tengingu eða skorti á tengingu við internetið, þeim hugbúnaði sem er nauðsynlegur til tengingar við smáforrit þjónustuaðila og stýrikerfi snjalltækis korthafa, af viðurkenndu stýrikerfi þjónustuaðila, eða af öðrum þeim orsökum sem kunna að valda því að korthafi getur ekki notað þjónustuna eða ef notkun þjónustunnar er með öðrum hætti en til var ætlast, s.s. vegna tæknibilana eða truflana í rekstri, eða álags á tölvu- og/eða viðskiptakerfi.

23.7.   Þá ber útgefandi ekki ábyrgð á tjóni, hvorki beinu né óbeinu, sem má rekja til þess hvernig korthafi notar þjónustuna, né heldur tjóni sem kann að hljótast af vanþekkingu, misskilningi eða misnotkun korthafa eða annars aðila, með eða án umboðs korthafa, á þjónustunni eða á snjalltæki korthafa.

23.8.   Verði korthafi var við óheimila notkun þjónustunnar, misnotkun, eða ef snjalltæki hans er stolið eða það glatast, ber honum að tilkynna það tafarlaust til þjónustuvers Aurs á aur@aur.is. Nánari upplýsingar um neyðarþjónustu er að finna á www.aur.is.

23.9.   Útgefanda er heimilt einhliða og án fyrirvara eða tilkynningar til korthafa að loka fyrir aðgang korthafa að þjónustunni tímabundið eða ótímabundið, ef grunur leikur á að brotið hafi verið gegn skilmálunum eða að um óheimila eða sviksamlega notkun á þjónustunni er að ræða.

23.10.Útgefandi áskilur sér einnig rétt einhliða og án fyrirvara eða tilkynningar til korthafa, að rjúfa aðgang að þjónustunni um stund ef þörf krefur, svo sem vegna uppfærslna, öryggisráðstafana, breytinga á þjónustunni eða á samstarfi við þjónustuaðila, kerfisbreytinga eða annarra tæknilegra ástæðna.

23.11.Útgefandi ber ekki ábyrgð á tjóni, hvorki beinu né óbeinu, sem rekja má til utanaðkomandi atvika, t.d. bilana, rangra utanaðkomandi upplýsinga o.þ.h. Enn fremur, ber útgefandi ekki ábyrgð á tjóni ef rekja má tjónið til atvika sem stafa af náttúruhamförum, styrjöldum, verkföllum eða vegna atriða sem talist geta fallið undir óviðráðanleg tilvik (e. force majeure). Þá ber útgefandi ekki ábyrgð á tjóni sem stafar af atburðum sem eru stjórnmálalegs, félagslegs, fjármálalegs eða efnahagslegs eðlis og eru líkleg til að koma í veg fyrir, rjúfa eða trufla að hluta eða öllu leyti veitingu þjónustunnar, jafnvel þó slík atvik flokkist ekki undir óviðráðanleg tilvik (e. force majeure).

 

D.    Vildarkerfi Aurs

24.       Inngangur

24.1.   Aur á og rekur vildarkerfi sem heldur utan um endurgreidda afslætti og veltutengda söfnun vildareininga vegna notkunar á greiðslukortum korthafa. Korthafar safna veltutengdum einingum sem hver jafngildir einni íslenskri krónu í hvert sinn sem greiðslukort Aur er notað eða við önnur tilefni þar sem Aur ákveður að verðlauna korthafa slíkum vildareiningum. Þar að auki geta korthafar safnað vildareiningum í formi endurgreiðsluafsláttar frá völdum samstarfsaðilum Aurs. Einingarnar er svo hægt að nýta til greiðslu fyrir vöru og/eða þjónustu á markaðstorgi í Aur appinu („markaðstorgið“). Þar er jafnframt unnt að umbreyta uppsöfnuðum vildareiningum í t.d. sparnað hjá Auði (vörumerki Kviku banka). Vildareiningarnar er unnt að millifæra á milli notenda vildarkerfis Aurs

24.2.   Samstarfsaðilar Aurs veita korthöfum afslátt í formi endurgreiðslu og greiða fjárhæð sem nemur þeim afslætti inn á vildarreikning korthafa sem getur þá þegar notað samsvarandi fjárhæð til kaupa á vöru eða þjónustu á markaðstorginu. Hver króna sem veitt er í afslátt jafngildir einni vildareiningu.

24.3.   Greiðsla samstarfsaðila inn á vildarreikning korthafa á sér allajafna stað þegar uppgjör fer fram við viðkomandi færsluhirði en Aur greiðir hins vegar fjárhæð sem samsvarar veittum afslætti þegar í stað inn á vildarreikning korthafa.

24.4.   Markmið vildarkerfis Aurs er að veita korthöfum fríðindi í formi afslátta og sérkjara vegna hverra viðskipta við samstarfsaðila Aurs sem greitt er fyrir með greiðslukorti Aurs. Afslátturinn safnast upp sem vildareiningar sem korthafinn getur greitt með á markaðstorginu. Sérkjör og tilboð samstarfsaðila Aurs munu jafnframt verða sýnileg á markaðstorginu.

24.5.   Samningssamband stofnast beint á milli notenda og söluaðila vegna viðskipta sem eiga sér stað á markaðstorginu og gilda um viðskiptin almennar reglur kröfuréttar. Aur á enga aðild að því viðskiptasambandi, s.s. er varðar gallamál, afslætti, skil á vörum eða öðru slíku.

24.6.   Til viðbótar safna korthafar vildareiningum af allri veltu nema vegna peningaúttekta ásamt greiðslu árgjalda og þjónustugjalda samkvæmt ákvörðun Aurs. Upplýsingar um hlutfall endurgreiðslu er tengist mismunandi tegundum korta má finna í Appinu og á heimasíðu útgefanda, www.aur.is, sem og endurgreiðsluhlutfall af keyptri vöru og þjónustu hjá samstarfsaðilum Aurs.

 

25.       Varðveisla fjár

25.1.   Öllum endurgreiðslum korthafa er veitt móttaka á sérstökum reikningi, sem getur verið fjárvörslureikningur, sérstakur bankareikningur eða annars konar sambærilegur reikningur á vegum Aurs. Hið sama á við um millifærslur til annarra notenda en korthafa. Aur áskilur sér allan rétt til þess að breyta um reikning eða reikningsform vegna varðveislu fjárins. Notendur sjá upplýsingar um innstæðu sína á umræddum reikningi í Appinu. Aur framkvæmir greiðslu af umræddum reikningi um leið og notandi ráðstafar vildareiningum sínum í vildarkerfinu í Appinu.

25.2.   Aur er heimilt að bakfæra hverskonar ofgreiðslur sem færðar hafa verið á vildarreikning notanda, hvort sem ofgreiðslan er komin til vegna mistaka, kerfisbilunar, skila á söluhlut eða af öðrum ástæðum.

26.       Vanskil samstarfsaðila Aurs

26.1.   Aur hefur gert samstarfssamninga við aðra aðila um að veita korthöfum ákveðin kjör og þjónustu. Aur mun leitast við að sjá til þess að slíkir þjónustuþættir verði í boði en ábyrgist það ekki. Aur er ekki ábyrgt fyrir skaða sem hlýst af vanefndum samstarfsaðila. Aur ábyrgist heldur ekki skaða vegna þess að slíkur samstarfsaðili hættir þátttöku í vildarkerfi Aurs.

26.2.   Endurgreiðslur eru háðar því að samstarfsaðilar skili umsömdum endurgreiðslum til Aurs. Aur ábyrgist ekki að greiðslur frá söluaðila berist og á notandi ekki neina kröfu á Aur. Í  slíkum tilvikum er Aur heimilt að bakfæra ofgreiddar endurgreiðslur sem færðar hafa verið á vildarreikning notanda.

26.3.   Greiði Aur korthafa endurgreiðslu sem samstarfsaðili vanefnir að skila á vildarreikning Aurs, þá staðfestir korthafi að hann framselji Aur kröfu sína á hendur viðkomandi samstarfsaðila.

27.       Annað

27.1.   Aur áskilur sér rétt til að leggja vildarkerfi sitt niður eða breyta því hvenær sem er, óháð því hvort sérstaklega sé tilkynnt um það. Í þessu felst réttur Aurs til að fella niður eða breyta hlutföllum við ávinning vildareininga og hverskonar skilmálum. Verði vildarkerfi Aurs lagt niður, er Aur heimilt að fella niður allar áunnar vildareiningar. Aur mun leitast við að tilkynna korthöfum fyrir fram ef tekin verður ákvörðun um að leggja vildarkerfi Aurs niður. Aur ber enga ábyrgð á tjóni eða tapi sem notendur kunna að verða fyrir vegna breytinga á skilmálum þessum eða vegna þess að vildarkerfi Aurs verði lagt niður.

27.2.   Notendur vildarkerfis Aurs skuldbinda sig til að lúta skilmálum vildarkerfis Aurs líkt og þeir eru á hverjum tíma en geta að öðrum kosti sagt sig úr vildarkerfinu með því að senda skriflega ósk þar um  telji þeir sig ekki geta sætt sig við efni skilmálanna.

 

E.    Vinnsla og meðferð persónuupplýsinga

 

28.       Almennt

28.1.   Aur er ábyrgðaraðili við vinnslu gagna, eins og skilgreint er í lögum um persónuvernd og reglugerð Evrópusambandsins GDPR og er vinnsla persónuupplýsinga sanngjörn og gagnsæ.

28.2.   Notandi getur haft samband við Aur hvenær sem er til að (i) óska eftir aðgangi að þeim upplýsingum sem Aur á um notanda, (ii) leiðrétta upplýsingar sem Aur á um notanda, (iii) eyða upplýsingum sem Aur á um notanda eða (iv) nýta sér önnur þau réttindi sem kveðið er á um í gildandi persónuverndarlögum.

28.3.   Til að stofna aðgang hjá Aur verður notandi að gefa upp kennitölu, nafn, símanúmer, bankaupplýsingar og kortanúmer. Enn fremur verður notandi að gefa upp tölvupóstfang sitt við umsókn um lán og/eða kort. 

28.4.   Bankaupplýsingar notanda eru geymdar hjá Aur, svo hægt sé að leggja inn á reikning notanda. Aur getur ekki nýtt þessar upplýsingar til að millifæra beint af bankareikningi notanda. Aur fylgir íslenskum lögum um meðferð persónuupplýsinga og ítrasta öryggis er gætt í meðferð þeirra.

Komi til breytinga á eignarhaldi Aurs hefur það ekki áhrif á réttindi og skyldur notanda og þjónusta Aur mun haldast óbreytt óháð slíkum breytingum nema notanda verði tilkynnt um annað með hæfilegum fyrirvara.

 

29.       Aur greiðslukort og snertilausar greiðslur

29.1.   Persónuupplýsingar verða til í kortakerfum Aurs. Með samþykki skilmála þessara veitir korthafi útgefanda heimild til að vinna persónuupplýsingar sem verða til við notkun kortsins í greiðslumiðlunarkerfum. Upplýsingar sem hér um ræðir eru m.a. kennitala, heimilisfang og aðrar þær upplýsingar sem aðilar hafa veitt útgefanda með útfyllingu eyðublaða og forma útgefanda.

29.2.   Allar upplýsingar um kortareikninga og notkun korta eru vistaðar í tölvukerfi útgefanda. Ópersónugreindar upplýsingar um færslur á korti korthafa eru sendar alþjóðlegum kortasamsteypum, þ.e. upplýsingar um kortanúmer, hvenær færsla er gerð, fjárhæð færslu og hver er starfsemi seljanda.

29.3.   Útgefanda er nauðsynlegt og ber lagaskylda til að vinna persónuupplýsingar til að gegna hlutverki sínu sem fjármálafyrirtæki og greiðslumiðlun og til að tryggja öryggi í fjármála- og greiðsluþjónustu. Persónuupplýsingar eru notaðar við mat á umsóknum, útgáfu reikninga og við aðra hefðbundna starfsemi útgefanda. Útgefandi vinnur upplýsingar um korthafa, handhafa korta og ábyrgðarmenn.

29.4.   Útgefandi ber almennt ábyrgð á vinnslu og meðferð persónuupplýsinga.

29.5.   Við vinnslu persónuupplýsinga er aðgangur takmarkaður við þá starfsmenn útgefanda sem þurfa aðgang starfs síns vegna. Auk þess er útgefanda heimilt að miðla persónuupplýsingum sín á milli og til vinnsluaðila, þ.e. aðila sem gert hafa þjónustusamninga við útgefanda, ábyrgðaraðila að skuld korthafa eða aðra aðila sem korthafi heimilar.

29.6.   Útgefandi tryggir vernd persónuupplýsinga með því að leitast við að uppfylla á hverjum tíma lög og reglugerðir sem lúta að persónuvernd, m.a. með mótun öryggisstefnu og setningu þeirra öryggis- og verklagsreglna sem krafist er.

29.7.   Persónuupplýsingar korthafa eru varðveittar á meðan kort korthafa er í gildi, eins lengi og viðskiptahagsmunir útgefenda krefjast eða lög mæla fyrir um.

29.8.   Korthafi heimilar útgefanda að vinna persónuupplýsingar sem veittar eru við umsókn til að greina og meta lánshæfi, skilvísi og greiðslugetu. Korthafi heimilar Aur jafnframt að vinna persónuupplýsingar til þess að búa til persónusnið sem verður til þegar persónuupplýsingum er steypt saman til að finna hóp fólks sem fellur inn í sameiginlegt mynstur að því er varðar hátterni og þarfir. Persónusnið eru ópersónugreinanleg. Með orðinu „ópersónugreinanleg“ er átt við að ekki er hægt að rekja markaðsupplýsingarnar til tiltekins korthafa. Korthafi veitir Aur heimild til að vinna persónuupplýsingar í persónusnið í þeim tilgangi að geta haft samband við og boðið korthafa vörur og þjónustu samstarfsaðila Aurs sem tekur mið af framangreindri vinnslu persónuupplýsinga.

29.9.   Korthafi gerir sér grein fyrir því að tilboðum kann að vera eingöngu beint til tiltekinna hópa af notendum, sem valdir eru á ópersónugreinanlegan hátt eftir tilteknum breytum, t.a.m. lýðfræðilegum, búsetu, neysluhegðun, kyni eða öðrum flokkum. Slík tilboð taka þá eingöngu til viðkomandi hópa en ekki annarra.

29.10.Aur áskilur sér rétt til þess að deila persónuupplýsingum um korthafa með félögum innan samstæðu Kviku banka hf. í þeim tilgangi að bæta þjónustu við korthafa og bjóða þeim vörur og/eða þjónustu annarra félaga innan samstæðu Kviku banka hf. s.s. þjónustu tryggingarfélaga, að fengnu samþykki korthafa.

29.11.Korthafi veitir Aur heimild til að senda korthafa skilaboð er varða notkun kortsins eða tilkynningar um breytingar á hlunnindum/fríðindum kortsins eða tilkynna um breytingar á skilmálum að öðru leyti. Rafrænu skilaboðin og innihald þeirra byggja á vinnslu persónuupplýsinga um korthafa sem fram fer á grundvelli samþykkis í skilmálum þessum. Korthafi veitir Aur heimild til þess að senda SMS, MMS, tölvupóst eða önnur rafræn skilaboð um tilboð, afslátt eða sérkjör fram samstarfsaðilum Aurs. Korthafi getur hvenær sem er óskað eftir að fá ekki send slík rafræn skilaboð.

29.12.Þeir þjónustuaðilar sem Aur er í samstarfi við um snertilausar greiðslur kunna einnig að vinna persónuupplýsingar korthafa sem virkjað hefur þjónustuna í snjalltæki sínu. Um upplýsingaöryggi og persónuvernd þjónustuaðila vísast til upplýsinga frá þeim aðilum.

29.13.Aur móttekur persónuupplýsingar frá þriðja aðila í þeim tilgangi að staðfesta auðkenni viðskiptavinar í tengslum við þjónustu um snertilausar greiðslur og koma í veg fyrir svik. Aur miðlar ópersónugreinarlegum upplýsingum í tengslum við færslur sem framkvæmdar eru með þjónustunni til þriðja aðila í þeim tilgangi að bæta og þróa tæknina.

29.14.Allar persónuupplýsingar sem Aur móttekur og meðhöndlar eru unnar í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 90/2018, og persónuverndarstefnu Kviku.

29.15.Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga er að finna hér: www.aur.is/personuupplysingar og í persónuverndarstefnu Kviku, sem aðgengileg er á vefsíðunni, www.kvika.is. Ef notandi hefur einhverjar frekari spurningar um það hvaða upplýsingar Aur safnar og geymir er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á aur@aur.is.

  

F.    Breytingar, gildistími & lög og varnarþing

 

30.       Breytingar á skilmálum og tilkynningar

30.1.   Aur er heimilt að gera breytingar á þessum skilmálum einhliða. Aur ákveður einhliða þá þjónustu sem er í boði á hverjum tíma og áskilur sér allan rétt til að gera breytingar eða viðbætur við þjónustuna eða aðgerðir innan hennar. Tilkynningar um breytingar á skilmálum teljast hafa komið fram þegar nýir eða breyttir skilmálar eru settir á vefsvæði Aur og/eða birtast í Appinu.

30.2.   Þegar breytingar eru til hagsbóta fyrir notanda eða korthafa taka þær gildi án fyrirvara við tilkynningu skv. grein 30.1 Ef breytingar varða Aur kort eða snertilausar greiðslur og eru ekki til hagsbóta fyrir korthafa skal honum tilkynnt um þær á tryggan hátt, s.s. með skilaboðum í netbanka eða póstsendingu á tilkynnt aðsetur eða lögheimili korthafa hafi hann ekki aðgengi að netbanka. Slíkar breytingar á skilmálum skulu kynntar korthafa eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir gildistöku þeirra. Aðrar breytingar er varða Aur kort eða snertilausar greiðslur er útgefanda heimilt að birta með tilkynningu í Appinu og á heimasíðu sinni: www.aur.is. Í tilkynningu um breytta skilmála skal vakin athygli á því í hverju breytingarnar eru fólgnar og rétti korthafa til að segja samningi upp, sér að kostnaðarlausu. Litið er svo á að korthafi hafi samþykkt breytinguna ef hann notar kortið eftir að nýir skilmálar hafa tekið gildi.

 

30.3.   Ef notandi Appsins sættir sig ekki við breytingar Aurs á þessum skilmálum sem kunna að vera honum í óhag, er honum frjálst að falla frá þjónustunni áður en þær taka gildi. Korthafar geta jafnframt sagt upp samningi sínum við útgefanda í samræmi við ákvæði 16. kafla. Jafnframt er unnt að falla frá snertilausu þjónustunni hvenær sem er og án fyrirvara og að kostnaðarlausu með því að fjarlægja öll greiðslukort úr þeirri greiðslulausn sem um ræðir.

Óski notandi þess skal Aur afhenda honum skilmála þessa á pappírsformi eða með tölvupósti, hvort sem Aur velur.

30.4.   Útgefandi sendir korthafa tilkynningar vegna annarra atriða s.s. vegna breyttra tryggingaskilmála.

30.5.   Korthafa er skylt að tilkynna aðsetursskipti til útgefanda til að tryggja að reikningsyfirlit og aðrar upplýsingar geti borist honum með eðlilegum hætti.

30.6.   Vegna notkunar korts erlendis hefur útgefandi heimild til að staðfesta upplýsingar um kort og korthafa til sölu- og þjónustuaðila.

 

31.       Gildistími og lok samnings

31.1.   Skilmálar þessir eru gefnir út af Aur og [gilda frá 14. júní 2023] og þar til nýir skilmálar taka gildi.

31.2.   Þjónustusamningur Aur og notanda er ótímabundinnn, en uppsegjanlegur af hálfu hvors aðila með 30 daga fyrirvara, miðað við mánaðarmót, nema mælt sé fyrir um skemmri frest í skilmálum þessum.

31.3.   Aur er ávallt heimilt að rifta samningi þessum án fyrirvara séu einhverjar af eftirtöldum ástæðum fyrir hendi:

31.3.1.   Starfsemi notanda telst að mati Aur eða alþjóðlegu kortafélaganna sviksamleg á einhvern hátt eða notandi muni með háttsemi sinni skaða orðspor eða merki alþjóðlegu kortafélaganna.

31.3.2.   Aur hættir af einhverjum ástæðum að vera aðilar að alþjóðlegu kortafélögunum MasterCard og Visa.

31.3.3.   Notandi gerist brotlegur gegn reglum alþjóðlegu kortafélaganna, gildandi lögum, reglugerðum eða skilmálum þessum.

31.3.4.   Breyting verður á starfsemi notanda.

 

32.       Lög og varnarþing

32.1.   Um skilmálana og samning korthafa og útgefanda gilda íslensk lög, svo og öll mál sem rísa kunna af notkun kortsins eða þjónustunnar, nema um annað sé sérstaklega samið.

32.2.   Korthafi getur skotið ágreiningi er varðar fjárhagslegar kröfur og einkaréttarlega hagsmuni til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sbr. 19. gr. a. í lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Upplýsingar um úrskurðanefndina er að finna á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is.

32.3.   Rísi mál vegna brota á skilmálum þessum má reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Korthafi samþykkir auk þess að Aur megi, kjósi hann slíkt, reka innheimtumál í því landi, sem korthafi hefur búsetu hverju sinni.

 

Reykjavík, [•] 2023.

 

Viðskiptamanni er bent á að lesa ákvæði þessara skilmála og annarra sem eiga við vel áður en hann samþykkir þá rafrænt og leita skýringa hjá starfsmönnum Aurs telji hann einhver ákvæði þeirra óskýr.

 

Með því að velja: ,,Samþykkja” lýsir viðskiptamaður því yfir að hann hafi kynnt sér skilmálana, samþykkir þá, og skuldbindur sig til að nota þjónustuna í samræmi við þá að öllu leyti.

 

Aur sem hluti Kviku banka hf.

Katrínartúni 2

105 Reykjavík

Tölvupóstfang: aur@aur.is

 

Frekari upplýsingar um Aur má nálgast í Appinu og á vefsvæði félagsins, www.aur.is.

 

 

 

Aur er vörumerki Kviku banka hf.