Útreikningar fyrir hópinn, við græjum!

Í Klíkunni heldur þú utan um kostnað með vinum eða hvaða hóp sem er. Veldu færslur beint úr yfirlitinu þínu og gerðu upp við Klíkuna í appinu.

Hvernig virkar Klíkan?

Stofna Klíku

Til þess að stofna Klíku þarftu að vera í annað hvort Aur Núll eða Aur Plús. Það er mjög einfalt að græja þetta allt í Aur appinu.

Bæta við færslum

Þú getur tekið allar kortafærslur og ógreidda reikninga og sent þær í viðeigandi Klíku. Einnig er hægt að handfæra inn upphæðir.

Gera upp Klíku

Appið sér um að reikna allt út fyrir þig og þú síðan borgar þína skuld með einum smelli. Ef þú vilt getur þú splittað í 5x ef þetta er þannig mánuður.

Spurt & svarað

Aur er vörumerki Kviku banka hf.