Aur Ferðatrygging er eingöngu í boði fyrir korthafa Aur korts sem valið hefur ferðatrygginguna annað hvort í gegnum áskriftarleið sína hjá Aur eða keypt hana sérstaklega í gegnum Aur. 

SAMEIGINLEG ÁKVÆÐI 

1. Vátryggingarsvið, vátryggingarfjárhæðir og eigin áhætta. 

1.1  Í ferðatryggingu þessari eru tíu tegundir vátrygginga með eftirfarandi heiti og vátryggingarfjárhæðir: 

I. Ferðaslysatrygging, allt að  kr. 9.000.000 

II. Sjúkrakostnaðartrygging á ferðalagi erlendis, allt að kr. 16.000.000* 

III. Samfylgd í neyð, allt að kr. 160.000 

IV. Endurgreiðsla ferðar, allt að kr. 360.000 

V. Ferðarof, allt að kr. 120.000 

VI. Farangurstrygging, allt að kr. 400.000*  

VII. Farangurstafartrygging, allt að kr. 24.000  

VIII. Ferðatöf, allt að kr. 24.000  

IX. Forfallatrygging, allt að kr. 400.000* 

X. Ábyrgðartrygging, allt að kr. 40.000.000* 

 

*Eigin áhætta vátryggðs í hverju tjóni er kr. 25.000. 

 

1.2 Vátryggingarfjárhæð hverrar tegundar tryggingar sem tilgreind er í 1. mgr. (málsgrein) er hámarksbætur vegna hvers tjónsatviks og samanlagt á hverju 12 mánaða tímabili. 

1.3 Auk vátryggingarverndar sbr. (samanber) 1. mgr. hefur vátryggður aðgengi að viðlaga- og neyðarþjónustu SOS INTERNATIONAL eins og nánar er kveðið á um í XII. kafla þessa skilmála. 

1.4 Ákvæði fyrir hverja tegund vátryggingar er að finna í sérstökum köflum I-X en að auki gilda sameiginleg ákvæði í 2.-6. gr. (grein) og í 45.-50. gr. um sérhverja tegund vátryggingar. Ákvæði einstakra vátrygginga ganga framar sameiginlegum ákvæðum eftir því sem við á. 

2. Skilgreiningar. 

2.1 Í skilmálum þessum eru eftirfarandi hugtök skilgreind þannig: 

  a. félagið, merkir TM tryggingar hf., 

  b. korthafi, er sá sem hefur Aur kort og ferðatryggingu í gildi,                                               

  c. Aur kort, merkir kort gefið út af Kviku banka hf. fyrir Aur,   

d. vátryggður, merkir þann mann hvers lífs eða heilsu vátryggingin tekur til og eftir atvikum þann sem kröfu á um greiðslu bóta, ef til hennar kemur, 

e. slys, merkir skyndilegan utanaðkomandi atburð, sem veldur líkamsmeiðslum á vátryggðum og gerist án vilja hans,  

f. dvalarland, merkir land þar sem vátryggður hefur a) lögheimili, b) búsetu vegna náms eða starfs eða c) búið samfellt í a.m.k. (að minnsta kosti) 180 daga þegar ferðalag hófst, 

g. ferðakostnaður, merkir fargjald og/eða gistikostnað, 

h. náinn ættingi, merkir maka, sambýlismaka, foreldri, tengdaforeldri, tengdabarn (gift eða í skráðri sambúð) afa eða ömmu, barn, barnabarn, systkini, systkinabarn eða unnustu/a vátryggðs.  

i. náinn samstarfsmaður, merkir þann sem vátryggður er staðgengill fyrir eða meðeiganda í atvinnurekstri, 

j. sambýlismaki, merkir að sambúðaraðilar hafi sameiginlegt: a) skráð lögheimili, b) skattframtal, eða c) sambúðin hafi sannanlega varað í a.m.k. eitt ár. 

3. Þeir sem vátryggðir eru. 

3.1 Vátryggingin nær til korthafa, maka eða sambýlismaka hans og barna þeirra á framfæri til loka 22 ára aldurs.  

4. Almennt gildissvið vátryggingarinnar. 

4.1 Vátryggingarvernd á ferðalögum hefst við brottför frá heimili vátryggðs og varir í allt að 60 samfellda ferðadaga enda er vátryggingin í gildi á því tímabili samkvæmt 5. gr. 

4.2 Sé um ferðalag á Íslandi að ræða er vátryggingin því aðeins gild ef  a.m.k. helmingur ferðakostnaðar hafi verið greiddur með Aur korti eða gistirými bókað fyrirfram og kortanúmer gefið upp til greiðslu. Skilyrði þessi skulu í öllum tilfellum vera uppfyllt fyrir brottför. 

4.3 Vátryggður sem fer til tímabundinna starfa erlendis er vátryggður skv. (samkvæmt) gr. 4.1 á ferðalögum innan tímabilsins og í frítíma en ekki við atvinnu sína. Vátryggður sem fer erlendis til náms er einungis vátryggður á útleið og heimleið.  

4.4 Vátryggður sem býr utan Íslands er vátryggður skv. gr. 4.1 þegar hann ferðast til annarra landa en ekki á ferðalögum innan dvalarlandsins 

4.5 Bætur greiðast aðeins úr vátryggingu eins Aur korts fyrir hvern vátryggðan vegna hvers tjónsatviks. 

5. Gildistími, endurnýjun og uppsögn. Greiðsla iðgjalds. 

5.1 Vátryggingin gildir fyrir það tímabil sem tilgreint er í vátryggingar- eða endurnýjunarskírteini. Þegar tímabilinu lýkur framlengist vátryggingin um einn mánuð í senn nema korthafi segi upp vátryggingunni eða hætti með áskrift að Aur korti. Fellur vátryggingin þá úr gildi við lok vátryggingartímabils.  

5.2 Sé iðgjald ekki innifalið í áskriftargjaldi Aur kortsins skal iðgjaldið skuldfært af Aur korti korthafa.  

6. Almennar takmarkanir á gildissviði.  

6.1 Vátryggingin gildir ekki á ferðalögum á landi eða legi utan alfaraleiða. 

6.2 Vátryggingin tekur ekki til tjóna sem hljótast við eftirtalin tilvik:  

a. stríð, óeirðir eða hvers konar hernaðarátök, verkfallsaðgerðir eða aðra sambærilega atburði,  

b. af völdum kjarnorkuvopna, jónandi geislunar eða geislavirkra efna, 

c. eldgos, jarðskjálfta, skriðuföll, snjóflóð, vatnsflóð og aðrar náttúruhamfarir nema annars sé sérstaklega getið,  

d. hvers konar líffræðileg eða efnafræðileg áhrif og/eða eitrun, þ.m.t. (þar með talið) vegna sýkla og veira, sem hljótast af völdum hryðjuverka, 

e. fjallaklifur, klettaklifur, ísklifur, bjargsig,  fallhlífarstökk, loftbelgjaflug, teygjustökk, svifdrekaflug, svifflug, kajakferðir, siglingar á bátum sem róið er niður straumharðar ár og fljót, kappreiðar, froskköfun eða aðrar athafnir neðansjávar eða neðanjarðar, 

f. í bifreiða- og vélaíþróttum eða við notkun vélhjóla, hvort sem vátryggður er ökumaður eða farþegi. Takmörkunin varðandi vélhjól á þó ekki við ef um er að ræða notkun létts bifhjóls, sem tekið er á leigu í ferðalagi er fellur undir vátryggingu þessa. Með léttu bifhjóli er átt við bifhjól með þá vélarstærð að ekki er krafist ökuskírteinis til notkunar þess, 

g. flug, öðru en farþegaflugi gegn gjaldi hjá skráðu flugfélagi með tilskilin leyfi, 

h. handalögmál eða þátttöku í refsiverðum verknaði,  

i. þátttöku í keppni eða við æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers kyns íþróttum nema um sé að ræða börn yngri en 16 ára. 

6.3 Ef í einum og sama vátryggingaratburði verður slys á mörgum einstaklingum sem vátryggðir eru með ferðatryggingum korthafa Aur korts, takmarkast heildarbætur félagsins við USD 25 milljónir eða samsvarandi fjárhæð í íslenskum krónum. Komi til skerðingar bóta vegna þessa ákvæðis, verður hún hlutfallsleg miðað við bótafjárhæðir sem sérhver bótaþegi hefði ella átt rétt til. 

I. FERÐASLYSATRYGGING 

7. Bætur fyrir varanlegt líkamstjón. 

7.1 Valdi slys, sem vátryggður verður fyrir á ferðalagi, honum varanlegu líkamstjóni (varanlegri læknisfræðilegri örorku) innan þriggja ára frá því að slysið varð, greiðir félagið örorkubætur allt að kr. 9.000.000. 

7.2 Varanlega læknisfræðilega örorku skal meta í hundraðshlutum samkvæmt töflum örorkunefndar um miskastig, sem í gildi eru þegar mat á varanlegu líkamstjóni  fer fram.  Meta skal skerðingu á líkamlegri færni án tillits til starfs, sérstakra hæfileika eða þjóðfélagsstöðu  vátryggðs. Sé áverka hins vátryggða ekki getið í töflum örorkunefndar um miskastig skal meta hann sérstaklega með hliðsjón af töflunum eða eftir atvikum með hliðsjón af viðurkenndum töflum um miskastig.  Læknisfræðileg örorka getur aldrei talist meiri en 100%.   

7.3 Læknisfræðileg örorka ákveðst í fyrsta lagi einu ári eftir slysið með hliðsjón af ástandi vátryggðs þá. Telji vátryggður eða félagið að heilsufar vátryggðs geti breyst, getur hvor aðili um sig krafist þess að endanlegu mati á varanlegu líkamstjóni verði frestað, þó ekki lengur en í þrjú ár frá slysdegi. Sé augljóst að hinn vátryggði muni búa við varanlegar afleiðingar vegna slyssins skal þó til bráðabirgða meta hver sú læknisfræðilega örorka verði að lágmarki. 

7.4 Þótt gera megi ráð fyrir að ástand hins vátryggða kunni að breytast, skal undantekningarlaust framkvæma mat á varanlegu líkamstjóni í síðasta lagi þremur árum eftir slysið. Í þessu tilfelli ber að ákveða hina læknisfræðilegu örorku eins og gera má ráð fyrir að hún verði endanleg. Ef líkur eru til að ástand hins vátryggða megi bæta með læknismeðferð eða þjálfun og hann veigrar sér við án gildra ástæðna að gangast undir slíka meðferð, ber samt sem áður við ákvörðun læknisfræðilegrar örorku að taka tillit til hugsanlegs bata sem slíkar aðgerðir kynnu að hafa í för með sér. 

7.5 Ef vátryggður deyr eftir að meira en ár er liðið frá slysdegi, en áður en endanlegt mat á varanlegu líkamstjóni hefur farið fram greiðast bætur skv. bráðarbirgðarmati, sbr. gr. 7.3. 

7.6  Vegna 100% læknisfræðilegrar örorku greiðist öll vátryggingarfjárhæðin, en við minni læknisfræðilega örorku hlutfallslega, sbr. 2. mgr.  Lægri læknisfræðileg örorka en 16% bætist ekki.  

7.7 Ef augljóst er að mati félagsins á grundvelli fyrirliggjandi gagna og/eða miskatöflu Örorkunefndar að lágmarki læknisfræðilegrar örorku skv. gr. 7.6 verði ekki náð mun félagið ekki standa að og greiða fyrir mat á varanlegri læknisfræðilegri örorku. 

7.8 Missir eða bæklun á útlim eða líffæri, sem var ónothæft fyrir slysið, gefur ekki rétt til bóta. Vegna missis eða bæklunar á útlim eða líffæri, sem áður var bæklað, skal meta læknisfræðilega örorku með hliðsjón af bækluninni fyrir slysið. Þá greiðast engar bætur ef slys veldur einungis lýti. 

7.9 Sé vátryggður eldri en 60 ára, er hann slasast, verða hámarksbætur miðað við 100% læknisfræðilega örorku eftirtaldir hundraðshlutar af vátryggingarfjárhæðinni skv. gr. 7.1:  

61 árs 95% 62 ára 90%  

63 ára 85% 64 ára 80%  

65 ára 75% 66 ára 70%  

67 ára 65% 68 ára 60%  

69 ára 55% 70 ára 50%  

71 árs 45% 72 ára 40%  

73 ára 35% 74 ára 30%  

75 ára 25% 76 ára og eldri 20%  

7.10 Hámarksupphæð bóta fyrir eitt slys eða fleiri sem vátryggður verður fyrir í einni og sömu ferð verður aldrei hærri en kr. 9.000.000. 

7.11 Bætur vegna varanlegs líkamstjóns greiðast aðeins úr vátryggingu eins Aur korts fyrir hvern vátryggðan vegna hvers tjónsatviks. 

7.12 Slysatrygging þessi greiðir ekki bætur vegna slysa af völdum vélknúins ökutækis sem skráningarskylt er á Íslandi, né slysa af völdum vélknúins ökutækis sem skráð er erlendis þar sem lögboðið er að vátryggja ökutækið vegna slíkra slysa.  

8. Dánarbætur. 

8.1 Valdi slys dauða vátryggðs innan eins árs frá slysdegi greiðist maka eða sambýlismaka með sameiginlegt lögheimili, vátryggingarfjárhæðin, kr. 9.000.000. Sé maki eða sambýlismaki vátryggðs eigi á lífi greiðast dánarbætur til barna vátryggðs. Dánarbætur greiðast að frádregnum bótum fyrir varanlegt líkamstjón sem félagið kann að hafa greitt vegna sama slyss. 

8.2  Dánarbætur greiðast því aðeins ef slysið sé bein og eina orsök þess að vátryggður deyr. 

8.3 Dánarbætur vegna einstaklings sem er innan 18 ára aldurs þegar hann slasast takmarkast við 20% af vátryggingarfjárhæðinni. 

8.4 Sé vátryggður 60 ára eða eldri verður vátryggingarfjárhæð eftirgreindir hundraðshlutar af hámarksfjárhæð, sem tilgreind er í gr. 8.1 hér að framan. 

61 árs 95% 62 ára 90%  

63 ára 85% 64 ára 80%  

65 ára 75% 66 ára 70%  

67 ára 65% 68 ára 60%  

69 ára 55% 70 ára 50%  

71 árs 45% 72 ára 40%  

73 ára 35% 74 ára 30%  

75 ára 25% 76 ára og eldri 20% 

8.5 Dánarbætur greiðast aðeins úr vátryggingu eins Aur korts fyrir hvern vátryggðan vegna hvers tjónsatviks. 

9. Tilkynning um tjón og ráðstafanir vegna tjóns. 

9.1 Þegar tjón er orðið skal vátryggður tafarlaust tilkynna félaginu um atvikið.  

9.2 Tilkynna skal SOS INTERNATIONAL svo fljótt sem verða má um alvarleg slys vátryggðs á ferðalagi erlendis. 

9.3 Vanræksla á skyldum vátryggðs, skv. þessu ákvæði getur varðað lækkun eða missi bóta skv. 28. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. 

II. SJÚKRAKOSTNAÐUR Á FERÐALAGI ERLENDIS 

10. Vátryggingarsvið. 

10.1 Félagið greiðir eftirfarandi kostnað vegna slysa eða veikinda sem vátryggður verður fyrir á ferðalagi: 

a. kostnað vegna vistunar á sjúkrastofnun, læknis-, hjúkrunar- og lyfjakostnað, 

b. sjúkraflutning í því landi sem slys eða veikindi verða, ferðakostnað og annan nauðsynlegan kostnað vátryggðs að mati félagsins í samráði við SOS INTERNATIONAL,  

c kostnað við nauðsynlega tannlæknaþjónustu vegna slyss eða til þess að lina þjáningar, 

d. flutning jarðneskra leifa vátryggðs til Íslands eða dvalarlands,  

e. kostnað sem fellur til í beinum tengslum við kostnað skv. a-d lið, s.s. (svo sem) fjarskiptakostnað og samgöngukostnað til og frá sjúkrastofnunum hvort heldur sem vátryggður stofnar sjálfur til kostnaðarins eða ættingi eða vinur sem dvelst hjá eða fylgir vátryggðum vegna slyss eða sjúkdóms hans enda falli kostnaðurinn ekki undir aðrar vátryggingar ferðatryggingarinnar. 

11. Takmarkanir á vátryggingarsviði. 

11.1 Félagið bætir ekki: 

a. kostnað sem greiddur er skv. milliríkjasamningum um sjúkratryggingar almannatrygginga, 

b. kostnað við meðferð eða eftirmeðferð á Íslandi eða í dvalarlandi, 

c. kostnað vegna hvers kyns slysa, veikinda og sjúkdóma, sem hinn vátryggði hefur notið læknishjálpar og/eða meðferðar við, á síðustu 6 mánuðum fyrir bókun ferðar, 

d. fæðiskostnað, 

e. kostnað sem rekja má til þess að vátryggður: 

i. mátti vænta þess að fæða barn áður en heim kæmi eða innan tveggja mánaða frá heimkomudegi, 

ii. ferðast í trássi við ráðgjöf starfandi læknis, eða í þeim tilgangi að leita læknismeðferðar erlendis.  

12. Vátryggingarfjárhæð. Eigin áhætta. 

12.1 Vátryggingarfjárhæð er kr. 16.000.000 í hverju tjónsatviki og samanlagt á hverju 12 mánaðar tímabili. 

12.2 Eigin áhætta vátryggðs í hverju tjóni er kr. 25.000. 

13. Tilkynning um tjón og ráðstafanir vegna tjóns. 

13.1 Þegar tjón er orðið skal vátryggður tafarlaust tilkynna félaginu um atvikið.  

13.2 Tilkynna skal SOS INTERNATIONAL svo fljótt sem verða má um alvarleg slys eða veikindi vátryggðs á ferðalagi erlendis. 

13.3 Vanræksla á skyldum vátryggðs, skv. þessu ákvæði getur varðað lækkun eða missi bóta skv. 28. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. 

III. SAMFYLGD Í NEYР

14. Vátryggingarsvið. 

14.1. Félagið greiðir ferðakostnað og annan nauðsynlegan kostnað að mati félagsins vegna ættingja eða vinar vátryggðs, sem dvelst hjá eða fylgir vátryggðum heim samkvæmt læknisráði og í samráði við SOS INTERNATIONAL eða félagið, vegna alvarlegs slyss eða veikinda vátryggðs.  

14.2 Félagið greiðir ferðakostnað og annan nauðsynlegan kostnað að mati félagsins í samráði við félagið vegna ættingja eða vinar vátryggðs frá Íslandi eða dvalarlandi og heim aftur vegna alvarlegs slyss eða veikinda vátryggðs.  

14.3 Vátryggingarfjárhæð vegna samfylgdar í neyð, sbr. 1. og 2. mgr., er kr. 160.000 í hverju tjónsatviki og samanlagt á hverju 12 mánaðar tímabili. 

15. Takmarkanir á vátryggingarsviði. 

15.1 Félagið bætir ekki: 

a. kostnað sem má rekja til þess að vátryggður mátti vænta þess að fæða barn áður en heim kæmi eða innan tveggja mánaða frá heimkomudegi,  

b. kostnað sem má rekja til þess að vátryggður ferðast í trássi við ráðgjöf starfandi læknis, eða í þeim tilgangi að leita læknismeðferðar erlendis, 

c. kostnað vegna hvers kyns slysa og veikinda, sem hinn vátryggði hefur notið læknishjálpar og/eða meðferðar við, á síðustu 6 mánuðum fyrir bókun ferðar. 

16. Tilkynning um tjón og ráðstafanir vegna tjóns. 

16.1 Þegar tjón er orðið skal vátryggður tafarlaust tilkynna félaginu um atvikið.  

16.2 Tilkynna skal SOS INTERNATIONAL svo fljótt sem verða má um alvarleg slys eða veikindi vátryggðs á ferðalagi erlendis. 

16.3 Vanræksla á skyldum vátryggðs, skv. þessu ákvæði getur varðað lækkun eða missi bóta skv. 28. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. 

IV. ENDURGREIÐSLA FERÐAR 

17. Vátryggingarsvið. 

17.1 Félagið endurgreiðir hlutfallslega  allt að kr. 360.000 af óafturkræfum ferðakostnaði vátryggðs, fyrir þann hluta ferðarinnar sem vátryggður getur ekki notað vegna þess að hann þarf samkvæmt skriflegu læknisráði og með samþykki félagsins eða SOS INTERNATIONAL að rjúfa ferð og fara heim. Bætur greiðast einungis til hins sjúka og þeirra vátryggðu, sem þurfa nauðsynlega að rjúfa ferð og fylgja honum heim. 

17.2 Félagið endurgreiðir hlutfallslega allt að kr. 360.000 af óafturkræfum ferðakostnaði vátryggðs, fyrir þann hluta ferðarinnar, sem vátryggður getur ekki notað vegna þess að hann þarf samkvæmt skriflegu læknisráði og með samþykki félagsins eða SOS INTERNATIONAL að liggja á sjúkrahúsi. Bætur greiðast einungis til hins sjúka og eins vátryggðs, sem þarf nauðsynlega að dvelja hjá hinum sjúka á meðan sjúkrahúslegu stendur. 

17.3 Vátryggingin tekur ekki til ferðar sem varir 5 daga eða skemur.  

18. Takmarkanir á vátryggingarsviði. 

18.1 Félagið bætir ekki: 

a. kostnað sem rekja má til þess að vátryggður mátti vænta þess að fæða barn áður en heim kæmi eða innan tveggja mánaða frá heimkomudegi, 

b. kostnað sem rekja má til þess að vátryggður ferðast í trássi við ráðgjöf starfandi læknis, eða í þeim tilgangi að leita læknismeðferðar erlendis, 

c. kostnað vegna hvers kyns slysa, veikinda og sjúkdóma, sem hinn vátryggði hefur notið læknishjálpar og/eða meðferðar við, á síðustu 6 mánuðum fyrir bókun ferðar. 

19. Tilkynning um tjón og ráðstafanir vegna tjóns. 

19.1 Þegar tjón er orðið skal vátryggður tafarlaust tilkynna félaginu um atvikið.  

19.2 Tilkynna skal SOS INTERNATIONAL svo fljótt sem verða má um alvarleg slys eða veikindi vátryggðs á ferðalagi erlendis. 

19.3 Vanræksla á skyldum vátryggðs, skv. þessu ákvæði getur varðað lækkun eða missi bóta skv. 28. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. 

V. FERÐAROF  

20. Vátryggingarsvið. 

20.1 Félagið bætir nauðsynleg viðbótarútgjöld vegna ferðakostnaðar allt að kr. 120.000, í hverju tjónsatviki og samanlagt á vátryggingartímabili, vegna heimferðar til Íslands eða dvalarlands, ef vátryggður neyðist til að stytta dvöl sína utanlands vegna:  

a. andláts, alvarlegs slyss eða skyndilegra alvarlegra veikinda náins ættingja vátryggðs, sem búsettur er á Íslandi eða dvalarlandi,  

b. verulegs eignatjóns á heimili vátryggðs eða í einkafyrirtæki hans, sem gerir nærveru hans nauðsynlega.  

21. Takmarkanir á vátryggingarsviði. 

21.1 Félagið bætir ekki: 

a. ónýttan hluta ferðakostnaðar né nýja ferð í stað þeirrar er rofin var, 

b. fæðiskostnað.  

22. Tilkynning um tjón. 

22.1 Þegar tjón er orðið skal vátryggður tafarlaust tilkynna félaginu um atvikið.  

22.2 Vanræksla á skyldum vátryggðs, skv. þessu ákvæði getur varðað lækkun eða missi bóta skv. 28. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. 

VI. FARANGURSTRYGGING 

23. Vátryggingarsvið. 

23.1 Vátryggt er gegn tjóni sem verður á persónulegum munum sem vátryggður hefur með sér á ferðalagi af völdum bruna sem verður í farartæki eða húsnæði, þjófnaðar, innbrots, ráns, skemmdarverka eða flutningstjóns. Með flutningstjóni er átt við þegar almenningsfarartæki hlekkist á og það veldur skemmdum á hinum vátryggðu munum eða þegar tjón verður á vátryggðum munum er þeir eru í vörslum flutningsaðila.  

23.2 Sé um innbrot að ræða er skilyrði greiðsluskyldu að á vettvangi séu greinileg og ótvíræð merki þess að brotist hafi verið inn. 

24. Takmarkanir á vátryggingarsviði. 

24.1 Félagið bætir ekki: 

a. skemmdir sem hljótast af mölflugum, meindýrum, ástandi andrúmslofts, veðráttu, eðlilegu sliti eða skemmdir sem ekki rýra notagildi hins vátryggða hlutar,  

b. skemmdir á farangri vegna vökva, matvæla og annarra smitandi efna sem höfð eru í farangri vátryggðs, nema að almenningsfarartæki hlekkist á, 

c. tjón er leiðir af eignaupptöku eða haldi á munum af hálfu tollgæslu eða annarra yfirvalda,  

d. tjón á frímerkjum, handritum, skjölum, peningum eða hvers kyns verðbréfum, tölvugögnum og hugbúnaði, 

e. tjón vegna skemmda á töskum í vörslu flugfélags eða annars flutningsaðila, 

f. tjón á gleraugum vegna þjófnaðar, ráns, skemmdarverks eða innbrots, 

g. hvers konar tjón á vátryggðum munum sem verður í tjöldum eða á viðlegubúnaði í notkun vegna skemmdarverka eða þjófnaðar,  

h.   tjón á reiðhjólum sem geymd eru utandyra. 

25. Vátryggingarfjárhæð, hámarksbætur og eigin áhætta. 

25.1 Vátryggingarfjárhæð vegna tjóns á farangri er allt að kr. 200.000 fyrir hvern vátryggðan 19 ára og eldri í hverju tjónsatviki  og allt að kr. 100.000 fyrir vátryggða sem eru yngri í hverju tjónsatviki. 

25.2 Hámarksbætur vegna úra og skartgripa geta aldrei orðið hærri en 50% af vátryggingarfjárhæð sem tilgreind er í 1. mgr. 

25.3 Hámarksbætur fyrir einstakan hlut, par eða samstæðu eru kr. 80.000. 

25.4 Hámarksbætur á hverju 12 mánaða tímabili skv. 1. mgr. eru kr. 400.000 fyrir hvern fullorðinn og kr. 200.000 fyrir börn til loka 18 ára aldurs.  

25.5 Eigin áhætta vátryggðs í hverju tjóni í farangurstryggingu er kr. 25.000. 

26. Varúðarreglur.  

26.1 Vátryggður skal loka gluggum, krækja þá aftur og læsa híbýlum, bílum, bátum og öðrum stöðum þar sem hinir vátryggðu munir eru skildir eftir.  

26.2 Vátryggður skal ekki skilja við hina vátryggðu muni eftirlitslausa á almannafæri og gæta þess að taka þá með þegar staður er yfirgefinn.  

26.3 Vátryggður skal sjá til þess að hinir vátryggðu munir séu í viðeigandi og fullnægjandi umbúðum til að þola flutning.  

26.4 Brot gegn varúðarreglum þessum getur leitt til þess að ábyrgð félagsins falli niður í heild eða að hluta, sbr. 26. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. 

27. Tilkynning um tjón og ráðstafanir vegna tjóns. 

27.1 Þegar tjón er orðið skal vátryggður tafarlaust tilkynna félaginu um atvikið.  

27.2 Auk tilkynningar til félagsins skv. 1. mgr. skal jafnframt tilkynna lögreglu á staðnum um innbrot, þjófnað eða rán og fá skýrslu þar um.  

27.3 Verði tjón í flutningi sbr.  gr. 22.1 skal jafnframt tilkynna flutningsaðila þegar í stað og fá skýrslu þar um. 

27.4 Vanræksla á skyldum vátryggðs samkvæmt ákvæði þessu getur varðað lækkun eða missi bóta skv. 28. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. 

28. Ákvörðun bóta. 

28.1 Bætur greiðast á grundvelli verðs á nýjum hlutum. Frádráttur vegna aldurs og notkunar kemur því aðeins til greina að notagildi hlutanna hafi minnkað verulega fyrir vátryggðan.  

28.2 Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. og um er að ræða bætur vegna eftirtalinna muna þá gilda neðangreindar afskriftareglur.   

Munir sem afskriftaregla tekur til:

Ár án afskrifta        Afskriftir á ári  

Fatnaður 1 ár 20%  

Rafmagnstæki önnur en 1 ár 10%  

tölvur símar og snjalltæki  

Reiðhjól 1 ár 10%  

Skíða- og viðlegubúnaður 1 ár 10% 

28.3 Frádráttur getur hæstur orðið 70%. 

28.4 Varðandi tölvur gildir sú sérregla að þær afskrifast um 10% af endurnýjunarverði fyrir hverja sex mánuði sem líða frá kaupdegi til tjónsdags. Tölvur 5 ára eða eldri bætast því ekki. Varðandi síma og spjaldtölvur og hvers konar önnur snjalltæki, ásamt fylgihlutum þeirra gildir sú sérregla að þessir munir afskrifast um 20% af endurnýjunarverði fyrir hverja sex mánuði sem líða frá kaupdegi til tjónsdags. Tæki eldri en 30 mánaða bætast því ekki. 

28.5 Tjón á munum sem tilheyra pari eða samstæðu bætast hlutfallslega. 

28.6 Ef tjón á mun er bætt sem altjón getur félagið krafist afhendingar á hinum vátryggða mun. Glataðir eða stolnir munir, sem koma fram eftir að bótagreiðsla hefur verið innt af hendi, eru eign félagsins og skal þeim skilað til þess. 

VII. FARANGURSTAFARTRYGGING 

29. Vátryggingarsvið. 

29.1 Fái vátryggður farangur sinn ekki afhentan þegar á ákvörðunarstað er komið, vegna tafar eða rangrar afgreiðslu, greiðast bætur til kaupa á nauðsynjum.  

29.2 Bætur eru greiddar án þess að leggja þurfi fram reikninga fyrir útlögðum kostnaði. 

30. Takmarkanir á vátryggingarsviði. 

30.1 Bætur takmarkast við þrjá vátryggða vegna hvers tjónsatviks. 

30.2 Bætur greiðast ekki vegna tafa á farangri þegar vátryggður er á heimleið.  

30.3 Bætur eru ekki greiddar ef töfin stafar af því að vátryggður hafi ákvarðað ferðatíma í tengiflugi þrengri en lágmörk viðkomandi flugfélags/flugvallar kveða á um og athugasemd er gerð um í farbókun. 

31. Vátryggingarfjárhæð. Hámarksbætur.               

  

31.1 Fyrir hverja klukkustund umfram 8 tíma töf greiðast kr. 8.000 að hámarki kr. 24.000 fyrir hvern vátryggðan 16 ára og eldri. Bætur greiðast til barna yngri en 16 ára ef þau ferðast án samfylgdar forráðamanna.  

32. Tilkynning um tjón og ráðstafanir vegna tjóns. 

32.1 Þegar tjón er orðið skal vátryggður tafarlaust tilkynna félaginu um atvikið.  

32.2 Vátryggðum ber að framvísa til félagsins skriflegri staðfestingu frá flutningsaðila þar sem tímalengd tafar kemur skýrt fram. 

32.3 Vanræksla á skyldum vátryggðs, skv. þessu ákvæði getur varðað lækkun eða missi bóta skv. 28. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. 

VIII. FERÐATÖF  

33. Vátryggingarsvið. 

33.1 Fari svo að verkfallsaðgerðir, óhagstæð veðurskilyrði eða vélarbilun valdi töfum á ferðum almennings-farartækis og það leiði til seinkunar á komutíma vátryggðs umfram 12 klukkustundir til ákvöðunarstaðar greiðast bætur.  

33.2 Töf reiknast frá komutíma farartækis sem greinir í ferðaáætlun þeirri sem vátryggðum var látin í té. 

33.3 Bætur eru greiddar án þess að leggja þurfi fram reikninga fyrir útlögðum kostnaði.  

34. Vátryggingarfjárhæð.  

34.1 Ef töf verður á ferð skv. 33. gr.  greiðast kr. 24.000 fyrir hvern vátryggðan 16 ára og eldri.  

35. Takmarkanir á vátryggingarsviði. 

35.1 Bætur takmarkast við þrjá vátryggða vegna hvers tjónsatviks.  

36. Tilkynning um tjón og ráðstafanir vegna tjóns. 

36.1 Þegar tjón er orðið skal vátryggður tafarlaust tilkynna félaginu um atvikið.  

36.2 Vátryggðum ber að framvísa til félagsins skriflegri staðfestingu frá flutningsaðila þar sem orsök og tímalengd tafar koma skýrt fram. 

36.3 Vanræksla á skyldum vátryggðs, skv. þessu ákvæði getur varðað lækkun eða missi bóta skv. 28. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. 

IX. FORFALLATRYGGING 

37. Vátryggingarsviðsvið. 

37.1 Félagið bætir ferðakostnað sem greiddur er fyrir fram og ekki fæst endurgreiddur vegna ferðar sem hinn vátryggði kemst ekki í ef ástæða er ein af eftirfarandi:   

a. andlát, líkamsmeiðsl, veikindi, barnsburður eða sóttkví hins vátryggða enda vottað af starfandi lækni. Framvísa ber læknisvottorði á þar til gerðu eyðublaði félagsins,  

b. að náinn ættingi eða náinn samstarfsmaður: 

i) andist,  

ii) hljóti alvarleg líkamsmeiðsl, eða veikist alvarlega, enda vottað af starfandi lækni,  

c. vitnaskylda vátryggðs fyrir dómi, 

d. forföll vegna starfa sem vátryggður getur ekki vikið sér undan að vinna skv. sóttvarnarlögum eða ef komið er í veg fyrir ferð vegna opinberra hafta er leiða af farsótt, 

e. verulegt eignatjón á heimili vátryggðs eða í einkafyrirtæki hans, sem gerir nærveru hans nauðsynlega, 

f. röskun sem leiðir til a.m.k. 12 klukkustunda tafar á brottför almenningsfarartækis hins vátryggða á útleið skv. ferðaáætlun er honum hefur verið látin í té, 

g. rán flutningsfars, 

h. ófyrirséð tilfærsla vátryggðs á starfsvettvangi.  

37.2 Vátryggingin tekur eingöngu til ferðalaga sem bókuð eru á meðan vátryggingin er í gildi samkvæmt 5. gr. 

37.3 Greiði korthafi sérstakt forfallagjald hjá ferðasala, eða sé það innheimt af honum við kaup ferðar, gildir forfallatrygging viðkomandi ferðasala í stað þessarar.  

37.4 Bætur skv. þessari grein eru greiddar vegna forfalla sem verða fram að brottför frá brottfarastað í dvalarlandi, s.s. höfn eða flughöfn. 

38. Vátryggingarfjárhæð. Eigin áhætta vátryggðs. 

38.1 Vátryggingarfjárhæð er kr. 350.000 í hverju einstökum tjónsatviki og samanlegt á hverju 12 mánaðar tímabili.  

38.2 Sérhver vátryggður ber sjálfsábyrgð kr. 25.000 í hverju tjóni. 

39. Takmarkanir á vátryggingarsviði.  

39.1 Félagið bætir ekki tjón sem stafar beint eða óbeint af eftirfarandi:  

a. vegna hvers kyns slysa, veikinda og sjúkdóma, sem hinn vátryggði hefur notið læknishjálpar og/eða meðferðar við, þegar ferð var bókuð. Gildir einnig gagnvart öðrum vátryggðum vegna sömu ferðar, 

b. tilskipunum stjórnvalda, sbr. þó d-lið gr. 38.1, 

c. yfirsjónum eða vanrækslu aðila er annast flutning eða gistingu eða yfirsjón umboðsmanns sem annaðist fyrirkomulag ferðarinnar,  

d. breytingu á fyrirhuguðum orlofs- eða frítíma vátryggðs,   

e. niðurfellingu flugs eða breytingu á flugáætlun vegna eldgosa,  

f. að flugvél eða skip er tekið úr þjónustu til bráðabirgða eða á annan hátt samkvæmt tillögu opinbers aðila, verkfallsaðgerðum sem vitað var, þegar staðfestingargjald var greitt, að hefjast myndu fyrir brottför, 

g. fjárhagserfiðleikum eða gjaldþroti ferðaskrifstofa, flugfélaga og annarra slíkra aðila sem annast farþegaflutninga. 

39.2 Félagið bætir ekki kostnað sem ferðaskrifstofu eða þeim aðila sem annast flutning eða gistingu ber að endurgreiða vátryggðum. 

40. Tilkynning um tjón og ráðstafanir vegna tjóns. 

40.1 Þegar tjón er orðið skal vátryggður tafarlaust tilkynna félaginu um atvikið. 

40.2 Auk tilkynningar til félagsins skal vátryggður tilkynna ferðaskrifstofu eða þeim aðila sem annast flutning eða gistingu að nauðsynlegt hafi verið að fella ferð niður.  

40.3 Vanræksla á skyldum vátryggðs, skv. þessu ákvæði getur varðað lækkun eða missi bóta skv. 28. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. 

X. ÁBYRGÐARTRYGGING 

41. Vátryggingarsvið. 

41.1 Vátryggt er gegn þeirri skaðabótaskyldu sem fellur á vátryggðan sem einstakling, enda sé skaðabótaskyldan bein afleiðing á tjóni á mönnum eða munum og ekki víðtækari en venjuleg skaðabótaskylda utan samninga. 

41.2 Vátryggingin tekur til kostnaðar og útgjalda þriðja aðila sem innheimta má hjá vátryggðum annað hvort samkvæmt íslenskum lögum eða lögum þess lands þar sem slysið, tjónið eða skemmdirnar urðu, málsvarnarlauna og annars kostnaðar eða útgjalda vátryggðs vegna tjóns sem félagið hefur samþykkt að bæta. 

41.3 Viðurkenning vátryggðs á skaðabótaskyldu skuldbindur aðeins hann sjálfan en ekki félagið. Vátryggður getur því með slíkri viðurkenningu átt það á hættu að þurfa sjálfur að greiða bætur vegna tjóns, sem ábyrgðartryggingin tekur ekki til. 

42. Takmarkanir á vátryggingarsviði. 

42.1 Félagið bætir ekki tjón: 

a. sem vátryggður veldur nánum ættingja,  

b. á munum, sem vátryggður hefur að láni, til leigu, geymslu eða eru af öðrum ástæðum í vörslu hans, þar á meðal munum, sem vátryggður hefur með höndum heimildarlaust, 

c. sem vátryggður ber skaðabótaábyrgð á sem eigandi eða notandi fasteignar, skips, báts, loftfars, þ.m.t dróna, skotvopns, dýrs eða skráningarskylds vélknúins ökutækis, 

d. sem stafar af eldsvoða, vatni vegna slökkvistarfs, reyk, sóti eða sprengingu, 

e. sem verður í tengslum við atvinnu vátryggðs, hvort sem um er að ræða eigin atvinnurekstur eða vinnu í þjónustu hjá öðrum. Með atvinnu er einnig átt við hvers konar aukastörf sem vátryggður vinnur gegn endurgjaldi,  

f. sem vátryggður veldur af ásetningi. 

43. Vátryggingarfjárhæð og eigin áhætta. 

43.1 Félagið greiðir bætur allt að kr. 40.000.000 í hverju einstöku tjónsatviki og samanlagt á hverju 12 mánaðar tímabili. 

43.2 Eigin áhætta vátryggðs er kr. 25.000 í hverju tjóni.  

44. Tilkynning um tjón og ráðstafanir vegna tjóns.  

44.1 Þegar tjón er orðið skal vátryggður tafarlaust tilkynna félaginu um atvikið. Sama gildir er hann fær vitneskju eða grun um að skaðabótakrafa, sem ætla má að vátryggingin nái til, verði gerð á hendur honum.  

44.2 Vanræksla á skyldum vátryggðs, skv. 1. mgr. getur varðað lækkun eða missi bóta skv. 28. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. 

XI. ALMENN ÁKVÆÐI 

45. Ásetningur og stórkostlegt gáleysi vátryggðs.  

45.1 Valdi vátryggður tjóni af ásetningi ber félagið enga ábyrgð á tjóninu. Hafi hann valdið tjóninu af stórkostlegu gáleysi, og sé um að ræða aðra vátryggingu en ábyrgðartryggingu, er félagið laust úr ábyrgð í heild eða að hluta. 

46. Vátrygging hjá öðru félagi.  

46.1 Þegar tjón hefur orðið og í gildi er önnur vátrygging sem tekur til tjónsins, skal uppgjör bóta fara fram eftir því sem mælt er fyrir um í 37. gr. laga um vátryggingarsamninga.     

47. Svik og rangar upplýsingar.  

47.1 Hafi  vátryggður við gerð eða endurnýjun vátryggingarsamnings sviksamlega eða með öðrum hætti vanrækt skyldu sína til að veita félaginu upplýsingar um atvik sem haft geta þýðingu fyrir mat þess á áhættunni og vátryggingaratburður hefur orðið fellur ábyrgð félagsins niður í heild eða að hluta, sbr. 20. og 83. gr. laga um vátryggingarsamninga. Rangar og ófullnægjandi upplýsingar veita félaginu ennfremur rétt til að segja vátryggingunni upp, sbr. 21. og 84. gr. laganna.  

47.2 Veiti sá er hyggst krefja félagið bóta rangar upplýsingar sem hann veit eða má vita að leiða til þess að hann fær greiddar bætur sem hann á ekki rétt til fellur bótaréttur hans niður og félagið getur sagt upp öllum vátryggingarsamningum sínum við vátryggðan eins og nánar greinir í 47. og 120. gr. laga um vátryggingarsamninga. 

48. Endurkröfuréttur. 

48.1 Eigi vátryggður fébótakröfu á hendur öðrum vegna bótaskylds tjóns, öðlast félagið þann rétt að svo miklu leyti sem það hefur greitt vátryggðum bætur. 

49. Greiðsla bóta og vextir.  

49.1 Krefjast má greiðslu bóta 14 dögum eftir að félagið átti þess kost að afla þeirra gagna sem þörf var á til að meta vátryggingaratburðinn og ákveða fjárhæð bóta. Vátryggður á rétt á vöxtum af kröfu sinni eftir atvikum skv. 50. eða 123. gr. laga um vátryggingarsamninga. 

50. Meðferð ágreiningsmála og varnarþing.  

50.1 Að öðru leyti en kveðið er á um í skilmálum þessum, vátryggingarskírteini eða öðrum gögnum, sem vátryggingarsamningurinn byggir á, gilda um hann lög nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga.  

50.2 Ágreiningi varðandi vátryggingarsamning og bótaskyldu félagsins að öðru leyti má skjóta til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Upplýsingar um nefndina og starfshætti hennar má fá hjá félaginu.  

50.3 Þrátt fyrir úrræði 2. mgr. er aðilum heimilt að leggja ágreininginn fyrir dómstóla. Slík mál, svo og önnur mál sem rísa út af vátryggingu þessari, skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Félaginu er þó einnig heimilt að höfða mál út af vátryggingunni á heimilisvarnarþingi vátryggðs.  

50.4 Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík. 

 

Skilmálar þessir gilda frá 1. apríl 2023. 

 

Skráning í tjónagrunn Creditinfo Lánstrausts hf. 

Tilgangur með skráningu í tjónagrunninn er að stemma stigu við vátryggingarsvikum og ofgreiðslu vátryggingabóta. Skráðar eru upplýsingar um kennitölu tjónþola, tjónsnúmer, tegund vátryggingar og tjóns, dagsetning tjóns og skráningar, staðsetning tjóns og eftir atvikum einkvæmt númer hins vátryggða, s.s. skráningarnúmer ökutækis. Við skráningu tjóns fær félagið yfirlit yfir öll tjón sem tjónþoli hefur tilkynnt óháð félagi og skráð hafa verið í tjónagrunninn. Eingöngu starfsmenn félagsins sem skrá tjón og vinna að tjónauppgjöri hafa aðgang að tjónagrunninum. Upplýsingum skal eytt úr tjónagrunni þegar þeirra gerist ekki lengur þörf í þágu tilgangs vinnslunnar, í síðasta lagi þegar 10 ár eru frá skráningu upplýsinganna.  

 

XII. SOS INTERNATIONAL. 

VIÐLAGAÞJÓNUSTA OG NEYÐARHJÁLP. 

Þjónusta SOS INTERNATIONAL vegna slyss eða sjúkdóms erlendis greiðist af úr ferðatryggingu korthafa Aur hjá TM tryggingum hf., að því tilskildu að Aur ferðatrygging sé í gildi. Innheimt er fyrir aðra þjónustu sem SOS INTERNATIONAL veitir á kostnaðarverði, en öll ráðgjöf er veitt ókeypis. Þegar leitað er upplýsinga eða aðstoðar SOS INTERNATIONAL er nauðsynlegt að gefa upp kortnúmer, nafn, kennitölu og heimilisfang korthafa og taka fram að hann sé með Aur ferðatryggingu í gildi. 

Slysa- og sjúkraþjónusta  

Reyndir starfsmenn annast eftirfarandi:  

  • að veita ráðgjöf og gefa upp nöfn, heimilisföng og símanúmer viðurkenndra lækna, læknastofa eða sjúkrahúsa og tannlækna um heim allan.  
  • að samband verði haft við sjúkrahús og ábyrgð sett fyrir kostnaði, ef þörf krefur.  
  • að ræða við lækna og starfsmenn sjúkrahúss á yfir 30 tungumálum.  
  • heimflutningi og besta ferðamáta í samræmi við ástand sjúklings.  
  • að ætíð þegar þess er þörf verði hjúkrunarfólk látið fylgja sjúklingi.  
  • að aðstoða við og skipuleggja heimferð ættingja hins sjúka eða slasaða.  
  • að skipuleggja og aðstoða við heimferð barna hins sjúka eða slasaða í öruggri fylgd fullorðins, sé þess þörf. 
  • að veita aðstoð vegna almennra tryggingarmála, meðhöndlun slysa og hættuástands.  

Ferðaþjónusta  

Gefnar eru upplýsingar um eftirfarandi og veitt aðstoð sé þess óskað:  

  • áritun vegabréfa, ónæmisaðgerðir, veðurfar, ástand vega og skilyrði til ferðalaga, heilbrigðisþjónustu o.fl. (og fleira), 
  • endurnýjun glataðra eða stolinna vegabréfa, farseðla og ferðaskilríkja. 

SÍMAÞJÓNUSTA Í VIÐLÖGUM  

Viðlaga- og neyðarþjónusta SOS INTERNATIONAL er veitt allan sólarhringinn - árið um kring.  

 

Sími í Danmörku (45) 70 10 50 50  

Fax í Danmörku (45) 70 10 50 56  

Netfang sos@sos.dk  

Heimasíða www.sos.dk  

 

TM tryggingar  

Sími 354 515 2000  

Netfang likamstjon@tm.is  

Heimasíða www.tm.is 

 

 

 

 

 

 

Aur er vörumerki Kviku banka hf.