1. Lánsloforð og útborgun

  1. Lántaki skuldbindur sig til þess að endurgreiða lánið í samræmi við ákvæði þessa lánssamnings.
  2. Lánveitandi skuldbindur sig til að greiða út lánið við undirritun lántaka á lánssamning, enda hafi lántaki veitt lánveitanda allar nauðsynlegar upplýsingar og staðist lánhæfismat lánveitanda.
  3. Lánssamningur þessi telst bindandi frá þeim degi sem lánssamningurinn er undirritaður af lántaka með rafrænni undirritun. Með útgreiðslu lánsins staðfestir lánveitandi samninginn fyrir sitt leyti.

2. Vextir

  1. Lánið ber fasta óverðtryggða vexti per annum.
  2. Vextir reiknast frá útborgunardegi lánsins. Vextir reiknast daglega og er notast við reikniregluna 30 dagar í mánuði og 360 dagar í ári (30/360) Aðeins eru greiddir vextir fyrir það tímabil sem lántaki stendur í skuld við lánveitanda.
  3. Vanefni lántaki skuldbindingar sínar samkvæmt samningi þessum ber að greiða dráttarvexti í samræmi við ákvörðun Seðlabanka Íslands á hverjum tíma um grunn dráttarvaxta og vanefndaálag sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af gjaldfallinni eða gjaldfelldri fjárhæð frá gjalddaga til greiðsludags.
  4. Ógreiddir dráttarvextir reiknast daglega frá fyrsta degi vanskila og leggjast við höfuðstól lánsins á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 12 mánuðum eftir fyrsta dag vanskila.

3. Kostnaður

  1. Lántaki greiðir lántökugjald sem bætist við höfuðstól lánsins.
  2. Lántaki skuldbindur sig til þess að greiða allan þann kostnað, sem leiða kann af innheimtuaðgerðum vegna vanefnda hans, lánveitanda að skaðlausu.

5. Greiðsla gjalda í tengslum við samninginn

  1. Lántaki skal greiða öll opinber gjöld eða skatta sem lögð kunna að vera á samninginn eða greiðslur samkvæmt honum, lánveitanda að skaðlausu.

6. Vanefndartilvik – vanefndarúrræði

  1. Það telst vanefnd lántakenda á samningi þessum ef:
    undefinedundefinedundefined
  2. Ef vanefndatilvik kemur upp, eins og það er skilgreint í þessari grein getur lánveitandi fyrirvaralaust og án viðvarana gjaldfellt allar eftirstöðvar lánsins ásamt öðrum greiðslum sem lántaka er skylt að greiða samkvæmt samningi þessum. Ber lántaka þá að greiða dráttarvexti af gjaldfallinni eða gjaldfelldri fjárhæð samkvæmt 3. gr. samningsins.
  3. Komi til vanefnda af hálfu lántaka á skyldum hans samkvæmt samningnum, skuldbindur hann sig til þess að greiða allan kostnað sem lánveitandi verður fyrir vegna vanefndanna, þar með talinn lögfræðikostnað vegna innheimtu á greiðslum höfuðstóls, vaxta og kostnaðar.
  4. Lántaki er upplýstur um það með vísan til m. liðar 7. gr. laga nr. 33/2013 um neytendalán að vanefni lántaki einhverja skuldbindingu sína gagnvart samstæðu Kviku banka hf. er lánveitanda heimilt en ekki skylt að gjaldfella eftirstöðvar lánsins ásamt öðrum greiðslum sem lántaka er skylt að greiða samkvæmt samningi þessum.
  5. Komi til vanefnda á lánssamningi þessum er lánveitanda heimilt að tilkynna Creditinfo hf. um vanskilin.

4. Innheimta vanskila

  1. Lántaka er ljóst og samþykkir að skrifleg birting á innheimtuviðvörun og milliinnheimtubréfum fari fram í gegnum Aur app.
  2. Lántaka er ljóst og samþykkir að greiða allan frum- og milliinnheimtukostnað í gegnum Aur app. Fjárhæðir innheimtukostnaðar eru í samræmi við reglugerð nr 37/2009 um hámarksfjáræð innheimtukostnaðar o.fl.

5. Önnur ákvæði

  1. Fyrirsagnir í samningi þessum eru eingöngu til skýringar og fela ekki í sér efnisatriði í samningi þessum.
  2. Með rafrænni undirritun sinni ábyrgist lántaki að allar upplýsingar sem hann hefur veitt lánveitanda í tengslum við lánssamninginn séu réttar. Lántaka er ljóst að lántaki er ábyrgur vegna tjóns sem kann að verða vegna rangra upplýsinga.
  3. Lántaka er heimilt að falla frá samningi þessum innan 14 daga frá því að samningur er undirritaður og frágenginn á vefsvæði lánveitanda. Tilkynningu um að lántaki falli frá samningi skal senda á aur@aur.is, eða með öðrum sannanlegum hætti.
  4. Falli lántaki frá lánssamningi innan framangreindra tímamarka skal hann greiða lánveitanda höfuðstól láns, áfallna vexti og verðbætur, sé um slíkt að ræða, frá því að lánsfjárhæðin var greidd lántaka og til þess dags þegar endurgreiðsla á sér stað, án óþarfa tafa og eigi síðar en 30 almanaksdögum eftir að hann sendi tilkynningu um að hann hyggist falla frá samningi. Reikna skal vexti á grundvelli þeirra útlánsvaxta sem samningur kveður á um.
  5. Greiðsluáætlun telst vera hluti lánssamnings.
  6. Um söfnun og vinnslu lánveitanda á persónuupplýsingum um lántaka vísast til persónuverndarstefnu lánveitanda sem aðgengileg er á vefsíðunni www.aur.is.
  7. Lánveitanda er heimilt að framselja réttindi og/eða skyldur sínar samkvæmt lánssamningi þessum til þriðja aðila. Komi til slíks framsals kann persónuupplýsingum um lántaka að vera miðlað til slíks þriðja aðila.
  8. Rísi mál út af samningi þessum, skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
  9. Komi fram ágreiningur um fjárkröfur vegna lánssamnings þessa getur lántaki skotið ágreiningi til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki.
  10. Eftirlitsstjórnvald með samningi þessum er Neytendastofa, Borgartúni 21, 105 Reykjavík.
  11. Samningur þessi, sem er 4 tölusettar blaðsíður, er undirritaður með fullgildri rafrænni undirritun í samræmi við lög nr. 55/2019 um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti.
  12. Öllu framanrituðu til staðfestu undirritar lántaki samning þennan með rafrænni undirritun.

Aur er vörumerki Kviku banka hf.