Posi & söluaðilar

1.          Notendasamningur

1.1.      Skilmálar þessir gilda um þjónustu Aurs Posa. Með því að samþykkja skilmálana lýsir notandi því yfir að hann hafi lesið, skilið og samþykkt skilmálana í heild sinni. Um samningssambandið gilda, auk þessara

1.2.      Um samningssamband notanda og Aur gilda eftir því sem við á, auk þessara skilmála, Almennir skilmálar Aurs og almennir skilmálar vegna viðskipta við Kviku banka hf., sem aðgengilegir eru á vefsvæði bankans, www.kvika.is.

1.3.      Með því að samþykkja skilmála þessa lýsir notandi því yfir að hann hafi lesið, skilið og samþykkt efni þessara skilmála, Almennra skilmála Aurs og almennra skilmála vegna viðskipta við Kviku banka hf.

 

2.          Almennt um Aur

2.1.      Aur Posi er hluti af Aur sem er í eigu Kviku banka hf.

2.2.      Aur Posi býður einstaklingum og fyrirtækjum í atvinnurekstri upp á einfalda og fljótlega leið til að taka við greiðslum fyrir vöru og/eða þjónustu frá Aur notendum. Aur Posi er fyrir rekstraraðila með kennitölu skráða hjá fyrirtækjaskrá RSK; einstaklings- og/eða fyrirtækjakennitölur. Allar greiðslur eru millifærðar inn á bankareikning notanda Aurs Posa að frádreginni Aur þóknun samkvæmt verðskrá. Aur er ekki fjármálastofnun heldur eingöngu milligönguaðili á grundvelli þess viðmóts sem Aur Posa appið er. Aur ábyrgist ekki neins konar endurgjald eða annað það sem greiðsla í gegnum appið kann að vera fyrir.

 

3.          Umsókn og notkun appsins

3.1.      Það er á ábyrgð notanda Aurs Posa að gefa upp rétta kennitölu sem sannarlega er skráð hjá fyrirtækjaskrá RSK, sem og réttar bankaupplýsingar á sömu kennitölu. Bankaupplýsingar notanda eru geymdar hjá Aur svo unnt sé að leggja greiðslur inn á reikning notanda. Hægt er að breyta nafni tengiliðs, netfangi, bankaupplýsingum og farsímanúmeri, undir stillingar í appinu. Notandi ábyrgist að uppfæra þær upplýsingar sem um hann gilda þannig að þær séu á hverjum tíma réttar og fullnægjandi.

3.2.      Aur Posi er ætlaður til nota í viðskiptalegum tilgangi. Aur er heimilt að fresta eða stöðva framkvæmd greiðslu sem og að krefjast frekari upplýsinga af notanda ef Aur telur ástæðu til að ætla að verið sé að framkvæma greiðslu í andstöðu við skilmála þessa eða landslög. Kennitala, farsímanúmer og nafn tengiliðar er vistað í notendaskrá Aur appsins og geta því allir Aur notendur borgað Aur Posa notanda ef símanúmer viðkomandi er skráð í Aur appinu. Farsímanúmer Aurs Posa notanda með forskeytinu 123 og mynd sem er skráð við nýskráningu birtist öðrum notendum Aurs.

3.3.      Aur áskilur sér allan rétt að hafna umsókn um notkun appsins án þess að tilgreina ástæðu. Með því að samþykkja skilmála þessa heimilar notandi Aur að óska þeirra upplýsinga sem Aur telur nauðsynlegar til að tryggja öryggi þjónustunnar, öryggi notenda og/eða öryggi utanaðkomandi aðila. Upplýsingaöflun getur falist í fyrirspurnum til notanda eða kröfu um staðfestingar frá honum vegna þeirra upplýsinga sem hann hefur gefið eða aðgerða sem hann hefur framkvæmt.

 

4.          Varðveisla, meðferð og ábyrgð notanda

4.1.      Notandi útbýr PIN númer fyrir aðgang sinn að Aur Posa. Ef notandi gleymir PIN númeri sínu getur hann valið Gleymt PIN á upphafsskjá appsins eða haft samband við þjónustuver Aurs á aur.is. Öll notkun appsins er á ábyrgð notanda og ætti hann undir engum kringumstæðum að deila upplýsingum um PIN númer eða veita öðrum aðila upplýsingar um númerið.

4.2.      Notanda Aurs Posa er óheimilit að rukka notendur Aurs nema sannarleg viðskipti hafi átt sér stað. Það er einnig á ábyrgð notanda að krefja réttan Aur notanda um greiðslu. Ef ágreiningur eða tjón verður vegna þess að greitt er með Aur er það eigendum appsins algerlega óviðkomandi og án ábyrgðar. Notandi getur ekki krafið Aur um neins konar skaðabætur eða endurgreiðslur vegna rangra greiðslna, þess að greiðsla berst ekki eða berst ekki fyrir tiltekinn tíma eða ef greiðsla er ógild eða véfengd. Til að auka öryggi á farsímanum ber notanda að sækja appið fyrir iPhone í App Store eða Google Play fyrir Android síma.

 

5.          Glataður sími, lokun, afturköllun og uppsögn

5.1.      Ef notandi verður var við óeðlilega notkun sem hann telur sig ekki hafa framkvæmt, týnir símanum með Aur Posa appinu eða grunar að óviðkomandi hafi vitneskju um PIN númer að appinu þá er það á ábyrgð notanda að loka tafarlaust fyrir aðgang sinn á vefsíðu Aurs, www.aur.is, undir þjónustuver. Aur Posa appið áskilur sér rétt til að loka fyrir aðgang notanda ef grunur um misnotkun eða ranga notkun af einhverju tagi kemur upp, að einhliða mati Aurs. Ef engin notkun hefur átt sér stað í sex mánuði má gera ráð fyrir að aðgangi notanda verði lokað.

5.2.      Notanda er aldrei heimilt að taka við kortafærslu sem greiðslu fyrir fjárhættuspil, klám, vændi, eiturlyf, aðra ólöglega vöru eða þjónustu og/eða greiðslu sem er liður í fjármögnun hryðjuverka eða peningaþvættis.

5.3.      Notanda er óheimilt að nota Aur Posa til að taka við greiðslum vegna viðskipta korthafa hjá öðrum en notanda sjálfum.

5.4.      Notanda er heimilt að hafa til sýnis einkennismerki þeirra korta sem hann tekur við í gegnum Aur Posa. Merkin eru látin notanda í té endurgjaldslaust. Notanda er heimilt að auglýsa að hann taki við MasterCard og Visa í ræðu sem riti. Hafi samningi verið sagt upp eða honum rift er notanda ekki lengur heimilt að hafa ofangreind merki til sýnis.

 

6.          Notandi staðfestir og samþykkir eftirfarandi

6.1.      Að starfa í samræmi við reglur Alþjóðlegu kortafélaganna, MasterCard og Visa eins og þær eru á hverjum tíma.

6.2.      Að alþjóðlegu kortafélögin, MasterCard og Visa eru einu eigendur þeirra vörumerkja sem notanda er heimilt að veita viðtöku á og að notandi mun ekki véfengja eignarhald þeirra.

6.3.      Að alþjóðlegu kortafélögunum er heimilt að banna notanda að taka við kortum undir sínum merkjum.

6.4.      Að alþjóðlegu kortafélögunum er heimilt að banna notanda að taka þátt í starfsemi sem gæti að mati þeirra skaðað þau eða aukið áhættu þess, þar á meðal skaðað orðspor.

6.5.      Gagnvart notanda skulu ákvæði reglna alþjóðlegu kortafélaganna ávallt gilda framar skilmálum þessum og þjónustusamningi Aur og notanda.

6.6.      Aur mun ekki taka að sér milligöngu, eða takast á hendur ábyrgð vegna nokkurs konar ágreinings á milli notanda og korthafa, vegna vöru eða þjónustu sem greidd hefur verið með korti gegnum Aur app.

 

7.          Trúnaðarskyldur og upplýsingaöryggi

7.1.      Aur kemur fram fyrir hönd Borgunar hf. sem sér um færsluhirðingu á færslum í gegnum Aur posa.

7.2.      Borgun (færsluhirðir) er eitt eigandi allra gagna og upplýsinga sem í færslukerfi þess eru og/eða eiga uppruna sinn í segulrönd/örgjörva korta. Hagnýting áður nefndra gagna takmarkast þó við notkun sem beint eða óbeint er í þágu notanda.

7.3.      Notandi skuldbindur sig til að gæta fyllsta trúnaðar gagnvart korthafa vegna viðskipta þeirra á milli. Notanda er óheimilt að upplýsa þriðja aðila um efni viðskipta. Aur er jafnframt óheimilt að upplýsa þriðja aðila um efni viðskipta korthafa og notanda og ber skylda til að gera það sem í þess valdi stendur til að koma í veg fyrir að upplýsingar um viðskipti notanda komist í hendur óviðkomandi aðila. Félaginu er þó ætíð heimilt að gefa MasterCard og Visa upplýsingar um einstakar færslur og/eða heildarveltu á viðkomandi korti/kortum hjá notanda. Upplýsingar má einungis láta í té sé þeirra krafist af þar til bærum aðilum vegna rannsóknar opinberra mála og/eða skylt sé að láta upplýsingarnar af hendi lögum samkvæmt.

7.4.      Borgun er óheimilt að veita notanda hvers konar upplýsingar um korthafa.

7.5.      Notanda ber skylda til að afhenda félaginu afrit einstakra viðskiptareikninga vegna þeirra viðskipta er standa að baki úttekt korthafa, óski Aur þess.

7.6.      Hvor samningsaðili skal meðhöndla allar upplýsingar sem gagnaðili veitir honum í tengslum við samning þennan sem trúnaðarupplýsingar sem samningsaðila er óheimilt að veita öðrum aðgang að nema til þess standi lagaskylda eða ákvörðun stjórnvalds eða dómstóls. Samningsaðilum er þó heimilt að veita starfsmönnum sínum, ráðgjöfum og öðrum sem starfa með samningsaðila að efndum samningsins aðgang að slíkum upplýsingum að því gefnu að slíkir aðilar séu bundnir af trúnaðarskyldu samnings þessa og samningsaðili ber ábyrgð á meðhöndlun þeirra á trúnaðarupplýsingum.

7.7.      Með samþykki skilmála þessara veitir notandi Aur heimild til vinnslu og skráningar þeirra persónuupplýsinga er varða framkvæmd skilmálanna sem og annarra upplýsinga sem tilgreindar eru í samningi aðilanna eða skilmálum þessum.

7.8.      Komi til breytinga á eignarhaldi Aur hefur það ekki áhrif á réttindi og skyldur notanda og þjónusta Aur mun haldast óbreytt óháð slíkum breytingum nema notanda verði tilkynnt um annað með hæfilegum fyrirvara.

 

8.          Gjaldtaka og millifærsluheimild

8.1.      Ekkert kostar að sækja Aur Posa appið. Allar greiðslur í gegnum appið eru lagðar inn á bankareikning notanda Aurs Posa að frádreginni þóknun, sjá nánar um þóknanir og gjöld undir flipanum „um Aur Posa“ í appinu. Breytingar á þóknun til hækkunar eru tilkynntar með 30 daga fyrirvara en lækkanir geta tekið gildi strax.

 

9.          Villur og ábyrgð

9.1.      Ef um sannarleg mistök er að ræða af hendi Aurs verða slík mistök leiðrétt svo fljótt sem auðið er.

9.2.      Verði Aur og/eða Borgun hf. fyrir tjóni vegna brota notanda gegn skilmálum þessum eða hvers kyns ásetnings- eða gáleysisverka notanda í tengslum við notkun á Aur appinu skal notandi bæta Aur og/eða Borgun hf. það tjón samkvæmt almennum reglum um skaðabætur innan eða utan samninga. Undir ákvæði þetta falla einnig hvers kyns kröfur þriðja manns á hendur Aur og/eða Borgun hf. vegna notkunar eða umgengni notanda við Aur appið á grundvelli samnings þessa.

 

10.       Óviðráðanlegar aðstæður (Force Majeure)

10.1.   Hvorugur aðili skal teljast brotlegur gegn skilmálum þessum eða ábyrgur gagnvart hinum ef orsök er að rekja til atvika sem viðkomandi aðili hefur ekki á valdi sínu (óviðráðanleg atvik). Óviðráðanleg atvik í þessum skilningi eru m.a. en ekki einskorðuð við náttúruhamfarir, styrjaldir eða almennar óeirðir, aðgerðir opinberra aðila sem gera efndir ómögulegar, vinnudeilur o.þ.h. Hafi efndir verið útilokaðar af framangreindum sökum í 6 vikur eða lengur er hvorum aðila um sig heimilt að slíta samningi þessum með tilkynningu til gagnaðila sem gefin skal með 7 daga fyrirvara.

 

11.       Breytingar á skilmálum og aðrar tilkynningar

11.1.   Notandi hefur aðgang að gildandi skilmálum í Aur Posa appinu undir um Aur Posa í appinu og á vefnum, www.aur.is. Aur hefur heimild til að breyta ákvæðum skilmála þessara einhliða. Komi til breytinga munu þær verða kynntar notanda með minnst 30 daga fyrirvara með skilaboðum í gegnum appið, SMS tilkynningu til notenda og/eða undir stillingar í Aur appinu og á www.aur.is. Notandi samþykkir framangreindar aðferðir við upplýsingagjöf til hans. Í tilkynningu um breytta skilmála skal vakin athygli á því í hverju breytingar eru fólgnar og rétti notanda til að segja upp þjónustunni. Litið er svo á að notandi hafi samþykkt breytingar ef viðkomandi notar appið eftir að nýir skilmálar hafa tekið gildi. Aur áskilur sér rétt að hafa samskipti við notendur appsins í gegnum SMS skilaboð og með skilaboðum í gegnum appið. Aur mun eingöngu senda upplýsingar til notenda er varða þjónustu fyrirtækisins en ekki áreiti frá þriðja aðila. Um samning þennan og skilmála Aur appsins, sem og öll mál sem rísa kunna af notkun Aurs Posa appsins, gilda ákvæði íslenskra laga. Rísi mál vegna brota á skilmálum þessum eða ágreinings um túlkun þeirra skal reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

 

12.       Gildistími og lok samnings

12.1.   Skilmálar þessir eru gefnir út af Aur og gilda frá 25. júlí 2023 og þar til nýir skilmálar taka gildi.

12.2.   Þjónustusamningur Aur og notanda er ótímabundinn en uppsegjanlegur af hálfu hvors aðila með 30 daga fyrirvara, miðað við mánaðarmót, nema mælt sé fyrir um skemmri frest í skilmálum þessum.

12.3.   Aur er ávallt heimilt að rifta samningi þessum án fyrirvara séu einhverjar af eftirtöldum ástæðum fyrir hendi:

12.3.1.   Starfsemi notanda telst að mati Aur, Borgunar (færsluhirðir) eða alþjóðlegu kortafélaganna sviksamleg á einhvern hátt eða notandi muni með háttsemi sinni skaða orðspor eða merki alþjóðlegu kortafélaganna.

12.3.2.   Aur eða Borgun (færsluhirðir) hætta af einhverjum ástæðum að vera aðilar að alþjóðlegu kortafélögunum MasterCard og Visa.

12.3.3.   Notandi gerist brotlegur gegn reglum alþjóðlegu kortafélaganna, gildandi lögum, reglugerðum eða skilmálum þessum.

12.3.4.   Breyting verður á starfsemi notanda.

 

12.4.   Notanda er með öllu óheimilt að framselja þjónustusamningi við Aur og/eða aðgang að Aur Posa.

12.5.   Notandi skal tilkynna Aur um verulegar breytingar á rekstri notanda, svo sem breytingar á eðli starfsemi eða eignarhaldi.

 

Aur er vörumerki Kviku banka hf.