Farðu áhyggjulaus í frí með Aur Ferðatryggingu

Skilmálar

Sjúkrakostnaðar­trygging erlendis

Þú veikist eða slasast erlendis

Tryggingin bætir:

 • læknis- og lyfjakostnað ef þú þarft að leita til læknis erlendis.
 • Innifalin er aðstoð SOS, sem er sérhæfð alþjóðleg neyðarþjónusta.

Tryggingin bætir ekki:

 • Lyf án læknisráðs eða kostnað vegna sjúkdóma sem má rekja til misnotkunar vímuefna.
 • Kostnað vegna langvinna sjúkdóma og slysa sem þú hefur fengið læknishjálp við á seinustu 6 mánuðum fyrir bókun ferðar. Kostnað vegna hvers kyns slysa, veikinda og sjúkdóma, sem þú  hefur notið læknishjálpar og/eða meðferðar við á síðustu 6 mánuðum fyrir bókun ferðar.

Ferðaslysatrygging

Þú verður fyrir slysi á ferðalagi sem leiðir til varanlegra örorku

Tryggingin bætir:

 • Dánarbætur ef slys leiðir til andláts
 • Bætur vegna varanlegs líkamstjóns
 • Nauðsynlega tannlæknaþjónustu vegna slyss eða til að lina þjáningar.

Tryggingin bætir ekki:

 • Slys sem verður í handalögmálum eða við þátttöku í refsiverðum verknaði.
 • Þátttöku í keppni eða við æfingar fyrir keppni í hvers kyns íþróttum fyrir eldri en 16 ára

Ferðarofstrygging

Kostnað vegna heimferðar til Íslands vegna alvarlegra veikinda eða andláts nánustu ættingja þinna.

Tryggingin bætir:

 • Viðbótarkostnað vegna heimferðar til Íslands vegna alvarlegra veikinda eða andláts nánustu ættingja.
 • Viðbótarkostnað vegna verulegs eignatjóns á heimili þínu eða einkafyrirtæki, sem gerir nærveru þína  nauðsynlega.

Tryggingin bætir ekki:

 • Nýja utanlandsferð í stað þeirrar sem var rofin.

Farangurstrygging

Farangri þínum er stolið

Tryggingin bætir:

 • Ef farangurinn þinn týnist alveg í flutningi á leið til útlanda eða verður fyrir skemmdum.
 • Tjón vegna þjófnaðar, ráns eða innbrots erlendis.

Tryggingin bætir ekki:

 • Skemmdir á ferðatöskunni sjálfri sem rýra ekki notagildi þess sem skemmist
 • Hlutir sem þú gleymir, týnir eða skilur eftir á almannafæri

Farangurs­tafartrygging

Farangur þinn er lengi að skila sér á áfangastað erlendis

Tryggingin bætir:

 • Ef ferðataskan þín skilar sér ekki á áfangastað erlendis innan 12 klukkustunda.

Tryggingin bætir ekki:

 • Ef taskan þín er lengi að skila sér þegar þú ert á heimleið.

Forfallatrygging

Þú kemst ekki í ferðina vegna veikinda

Tryggingin bætir:

 • Ferðakostnað ef þú kemst ekki í ferðalag til útlanda, til dæmis vegna skyndilegra veikinda eða slyss.

Tryggingin bætir ekki:

 • Ef ferðin er keypt eftir að slys verður eða veikindi koma upp
 • Kostnað sem fæst endurgreiddur frá ferðaskrifstofu eða flugfélagi

Samfylgd í neyð

Nauðsynlegan ferðakostnað náins ættingja vegna slyss eða veikinda hjá þér.

Trygging bætir:

 •  Nauðsynlegan ferðakostnað vegna ættingja eða vinar sem dvelur hjá þér eða fylgir þér heim samkvæmt læknisráði og í samráði við SOS INTERNATIONAL eða TM, vegna alvarlegs slyss eða veikinda þinna.  

Trygging bætir ekki:

 • Kostnað sem má rekja til þess að þú máttir vænta þess að fæða barn áður en heim kæmi eða innan tveggja mánaða frá heimkomudegi.
 • Kostnað sem má rekja til þess að þú ferðast í trássi við ráðgjöf starfandi læknis, eða í þeim tilgangi að leita læknismeðferðar erlendis.
 • Kostnað vegna hvers kyns slysa og veikinda, sem þú hefur notið læknishjálpar og/eða meðferðar við, á síðustu 6 mánuðum fyrir bókun ferðar. 

Endurgreiðsla ferðar

Ef þú þarft að fara fyrr heim eða þarft að liggja á sjúkrahúsi erlendis vegna veikinda eða slyss

Trygging bætir:

 • Þann hluta ferðarinnar sem þú getur ekki notað vegna þess að þú þarft að fara fyrr heim samkvæmt  lækni eða þarft að liggja á sjúkrahúsi. 

Trygging bætir ekki:

 • Ferð sem varir 5 daga eða skemur.

Ferðatöf

Seinkun á ferðinni vegna verkfalls, veðurs eða vélarbilunar

Trygging bætir:

 • Ef verkfallsaðgerðir, óhagstæð veðurskilyrði eða vélarbilun veldur töfum á almenningsfarartæki sem leiðir til seinkunar á komutíma.

Trygging bætir ekki:

 • Ef seinkun er minni  en 12 klukkustundir

Ábyrgðartrygging

Þú veldur öðrum tjóni erlendis

Trygging bætir:

 • Þau tjón sem þú berð ábyrgð á gagnvart öðrum, bæði líkamstjón og skemmdir á munum

Trygging bætir ekki:

 • Tjón sem þú veldur nánum ættingja,  
 • Tjón á munum, sem þú hefur að láni eða til leigu
 • Tjón vegna bruna 
 • Tjón sem þú veldur af ásetningi.

Aur er vörumerki Kviku banka hf.